-Auglýsing-

Ólögleg verslun með lyf á netinu færist í vöxt

Ólögleg netverslun eykst um allan heim. Að framleiða og selja ólögleg lyf er arðbært en glæpsamlegt athæfi. Heilsu og jafnvel lífi neytenda er stefnt í hættu með því að selja þeim lyf sem uppfylla ekki innihaldslýsingar og framleiðslustaðla. Rannsóknir á lyfjum sem seld eru á netinu hafa sýnt að virkt innihaldsefni er allt frá því að vera ekkert í það að vera allt annað en tilgreint er á umbúðum.

Á síðustu árum hefur netverslun færst mjög í vöxt á öllum sviðum og þar með talin verslun með lyf. Svokölluð lífstílslyf eru til sölu á netinu á mun lægra verði en eftir hefðbundnum, löglegum leiðum. Einnig færist í vöxt að önnur lyf séu föl á netinu. Líkur eru á því að meira en helmingur þeirra lyfja sem boðin eru á netinu séu fölsuð. Í þróunarlöndum hagnýta lyfjafalsarar sér þörfina fyrir lífsnauðsynlegum lyfjum s.s. lyfjum við malaríu og eyðni.

-Auglýsing-

Sænska ríkisstjórnin hefur falið lyfjastofnuninni þar í landi að upplýsa fólk um hættuna sem fylgir því að kaupa lyf á netinu. Upplýsingaherferðin er m.a. fólgin í auglýsingum í dagblöðum, sjónvarpi og á netinu.

Í tengslum við herferðina sem ber nafnið „Crime Medicine” hefur verið opnað vefsvæði www.crimemedicine.com.

94% netapóteka hafa ekki starfandi lyfjafræðing
96% netapóteka starfa ólöglega
62% lyfseðilsskyldra lyfja sem seld eru á netinu eru fölsuð
90% netapóteka selja lyfseðilsskyld lyf án lyfseðils
Heimild: http://www.eaasm.eu/Media_centre/EAASM_reports

www.lyfjastofnun.is 25.01.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-