-Auglýsing-

Offita barna getur hugsanlega þýtt hjartavandamál í framtíðinni

Offita barnaNý rannsókn sýnir að offita hjá börnum getur valdið breytingum á lögun og virkni hjartans sem getur mögulega valdið hjartavandamálum í framtíðinni.

Rannsókn sem notaðist við tvívíddar tækni sem kallast „echocardiography“ skoðaði hjörtu 100 barna og unglinga sem leiddi í ljós líkamleg- og virkni tengd merki um framtíðar hjartavandamál sem voru nú þegar byrjuð að þróast hjá börnum með offitu.

Rannsóknin var birt í The Journal of the American College of Caridiology og rannsakendur voru frá University of Leipzig Heart Center í Leipzig í Þýskalandi.

Rannsakendur notuðu aðferðina „echocardiogram“ á 61 barn sem þjáist af offitu og 40 börn sem ekki þjást af offitu, öll á aldrinum 9 til 16 ára. Þessi tvívíddar tækni notar ómskoðun til að fá myndir af skurðþversniði af hjartanu sem og mat á blóðflæði í gegnum hjartalokurnar og hjartahólfin. Rannsakendur framkvæmdu einnig ítarlega greiningu á efnasamsetningu blóðsins.

Í ljós komu sérkennilegar breytingar í lögun og virkni hjartans hjá börnunum sem voru að kljást við offitu miðað við hjá börnum sem ekki voru að kljást við offitu.

Einnig voru börnin sem voru að kljást við offitu með marktækt hærri blóðþrýsting og meira magn LDL kólesteróls („slæma“ kólesterólsins) og marktækt minna magn af HDL kólesteróli („góðs“ kólesteróls). Sem hópur þá voru börnin sem voru að kljást við offitu með minnkaða „diastolic“ virkni og stækkuð hjartahólf sem er merki um aukið álag á hjartað, sem og aðra óæskilega hjartakvilla.

- Auglýsing-

Megin rannsakandi rannsóknarinnar, Norman Mangner sem er M.D. við Hjartamiðstöðina í Leipzig segir börn vera mjög góð viðfangsefni til að skoða áhrif offitu á hjartað þar sem þau eru í flestum tilvikum laus við klíníska hjartasjúkdóma sem fullorðnir geta verið að kljást við.

Hann segir jafnframt að frekari rannsókna sé þörf til að skoða hvort hægt sé að snúa við þessum breytingum á hjartanu með því að létta sig, og einnig til að skoða forspárgildi þessara breytinga á hjartanu, hvað það segir til um hjartasjúkdóma í framtíðinni.

Þýtt og endursagt af vefsíðu Medical News Today.

Hanna María Guðbjartsdóttir.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-