-Auglýsing-

Ófagleg vinnubrögð kostuðu 400 lífið

Ófagleg vinnubrögð á bráðamóttöku á sjúkrahúss bresku heilbrigðisþjónustunnar (NHS) í Staffordskíri hafa væntanlega kostað fjögur hundruð manns hið minnsta lífið á árunum 2005-2008. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu bresku heilbrigðisnefndarinnar sem hefur eftirlit með störfum NHS.

Skýrsla nefndarinnar byggir á yfir þrjú hundruð viðtölum og rannsókn á ríflega eitt þúsund skýrslum.  Samkvæmt henni má rekja mörg dauðsföll til illa þjálfaðs starfsfólks, fáliðun, unglæknar sem látnir voru bera ábyrgð að næturlagi og að sjúklingar hafi ekki fengið vott né þurrt, hvað þá lyf á meðan þeir dvöldu á sjúkrahúsum á sama tíma og fyrirhuguðum aðgerðum var sífellt skotið á frest. Leið oft langur tíma þar til sjúklingar voru aðstoðaðir við að komast á salerni og lyf sem gefa átti reglulega gleymdust.

-Auglýsing-

Þykir skýrslan benda til þess að yfirstjórn NHS sé ekki starfi sínu vaxin og bendir ýmislegt til þess að meiri líkur séu á því í einhverjum tilvikum að sjúklingar hafi betur setið heima. Það er þeir hafi verið í bráðri lífshættu á sjúkrahúsinu. Fyrr í mánuðinum sögðu bæði forstjóri og stjórnarformaður NHS í Staffordskíri af sér.

Hægt er að lesa nánar um skýrsluna í breskum fjölmiðlum í dag

Umfjöllun Times

BBC

- Auglýsing-

Telegraph

www.mbl.is 17.03.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-