-Auglýsing-

Of mikið sjónvarpsgláp veldur sjúkdómum síðar

Ný áströlsk rannsókn bendir til þess, að börn sem horfa of mikið á sjónvarp eigi frekar á hættu en önnur börn að fá hjartasjúkdóma, háan blóðþrýsting og sykursýki síðar á ævinni.
Háskólinn í Sydney segir, að um sé að ræða tímamótarannsókn en í ljós hafi komið, að 6 og 7 ára börn, sem horfa mikið á sjónvarp, hafi þrengri slagæðar í augunum en önnur börn.  Þetta auki líkur á að börnin fái alvarlega sjúkdóma síðar á ævinni.

„Foreldrar þurfa að ná börnunum sínum upp úr sófunum og láta þau hreyfa sig,” sagði Bamini Gopinath, aðalhöfundur skýrslu um rannsóknina.

Skoðuð voru 1500 sex og sjö ára gömul börn í 34 grunnskólum í Sydney.  Að jafnaði eyddu börnin 1,9 stundum framan við sjónvarpið á dag og 36 mínútum á dag í leikfimi. 

Þau börn sem hreyfa sig mest, eða í rúma klukkustund á dag, höfðu að jafnaði talsvert víðari slagæðar en þau sem hreyfðu sig í innan við hálfa stund á dag. 

Gopinath bætti við, að mikið sjónvarpsgláp leiddi einnig til óheilbrigðra neysluvenja og ofþyngdar. Hvatti hann til þess að skólar láti börn leika sér úti og að að þau verði látin stunda leikfimi í að minnsta kosti tvær stundir á viku.

Skýrslan birtist í tímaritinu: Arteriosclerosis, Thrombosis and Vascular Biology: Journal of the American Heart Association.

- Auglýsing-

www.mbl.is 20.04.2011

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-