-Auglýsing-

Of fáir hjúkrunarfræðingar

Björn Zoega, starfandi forstjóri Landspítalans segir að mikil vakning um einkenni hjartasjúkdóma í þjóðfélaginu skapi aukna eftirspurn eftir hjartaaðgerðum. Skortur á hjúkrunarfræðingum hafa áhrif á hve löng bið er eftir aðgerðum, en fjárskorti sé ekki um að kenna.

Í fréttum útvapsins í gær kom fram hjá Þórarni Arnórssyni, starfandi yfirlækni hjartadeildar Landspítalans að 60 manns bíði nú hjartaaðgerða. Hann sagði dæmi þess að biðtíminn væri allt að hálft ár. Þórarinn sagði að bæði skorti fjármagn starfsfólk og betri aðstöðu.

Björn Zoega, segir hins vegar að aukin vakning fólks um einkenni hjartasjúkdóma og skortur á hjúkrunarfólki sé meginástæða biðlistanna. Fólk fer í auknum mæli til hjartasérfræðinga og leiki grunur á sjúkdóm fer viðkomandi í hjartaþræðingu sem er undirbúningur undir aðgerð. Björn segir að strax sé búið að bregðast við þessari aukningu, í fyrra hafi aðgerðum verið fjölgað um 20% og í ár hafi þeim einnig verið fjölgað. Nú hafi verið ákveðið af heilbrigðisráðherra að veita sérstöku fé í heilsugæslu á Hringbraut. Hann segir misskilning að skortur á fjárskorti valdi þessu, of fáir hjúkrunarfræðingar starfi á þessu sviði. Sífellt sé verið að reyna að ráða hjúkrunarfræðinga en svo virðist sem framboð sé ekki nægt.

Heyra má viðtal fréttastofu útvarps frá því í gær við Þórarinn Arnórsson hér

Heyra má viðtal fréttastofu við Björn Zoega hér

www.ruv.is 18.08.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-