-Auglýsing-

Engar reglur til enn um herta fitu í matvælum

Ísland skipar sér á bekk með Bandaríkjamönnum og Austur-Evrópuþjóðum í neyslu á transfitusýrum. Transfitusýrur, eða hert fita, verða til þegar olía er hert til þess að auka geymsluþol hennar. Þessi gerð fitu eykur líkur á hjarta- og æðasjúkdómum auk þess að valda offitu og sykursýki 2.

Herta fitu má finna í smjörlíki, steikingafeiti, örbylgjupoppi, kökum og kexi og frönskum kartöflum. Hert fita er í öllum tilfellum óholl líkt og reykingar.

Samkvæmt rannsókn yfirlæknis á Gentofte spítala í Danmörku um hámarksmagn hertrar fitu í matvælum kemur fram að meðaltalsmagn í nokkrum fæðuflokkum er mest hjá Ungverjum eða 42 grömm af hundrað. Bandaríkjamenn eru í fimmta sæti með 36 grömm af hundraði og Ísland í því sjötta með 35 grömm. Líkur á hjarta- og æðasjúkdómum eru taldar aukast um 25 prósent sé fimm gramma af hertri fitu neytt á dag. Dagleg meðalneysla Íslendinga er nú hátt á fjórða prósent.

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, segir það vel koma til greina að herða eftirlit með notkun hertrar fitu í matvæli.

“Það liggur fyrir að offita er hættulegur faraldur og að við verðum að huga að samsetningu fæðu okkar,” segir hann. “Ég hef rætt um málið við sjávar- og landbúnaðarráðherra og er opinn fyrir breytingum.” Guðlaugur segir að sökum þess hve neikvæð áhrif hert fita hafi á heilsufar barna fagni hann allri umfjöllun um málið.

Elva Gísladóttir, næringarfræðingur og verkefnisstjóri næringar hjá Lýðheilsustöð, segir það alls ekki nauðsynlegt að taka vörur með þessari gerð af fitu af markaði, “þvert á móti, það má auðveldlega nota einómettaða eða fjölómettaða fitu í staðinn.”

- Auglýsing-

Árið 2003 voru Danir fyrsta þjóðin í heiminum til að setja reglur sem kveða á um að ákveðnar vörur megi ekki innihalda meira en tvö grömm af hertri fitu af hverjum hundrað. Einu undantekningarnar ná til matvöru sem inniheldur herta fitu af náttúrunnar hendi. Meðaltalsmagn Dana fór úr 30 grömmum af hundraði niður í 0,4 grömm eftir að bannið tók gildi.

Bandaríkjamenn hafa sett nýjar reglur um merkingar matvæla auk þess sem New York, Fíladelfía og Kaliforníu-ríki hafa bannað eða ætla að banna fituna. Hér á landi eru engin lög um takmörkun eða merkingar hertrar fitu.

Fréttablaðið 14.08.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-