-Auglýsing-

Nýir samningar um líffæraflutninga

Íslendingar fá forgang við líffæraígræðslur verði samið við Salhgrenska ríkisspítalann í Gautaborg um slíkar aðgerðir. Sendinefnd frá spítalanum fundaði í gærkvöld með heilbrigðisráðuneytinu.

Verið er að endurskoða samninga við ríkisspítalann í Kaupmannahöfn um líffæraígræðslur þar sem bið eftir ígræðslum hefur þótt of löng. Vilborg Sigurðardóttir, yfirlæknir á ígræðslustofnun Salhgrenska í Gautaborg, segir að þar sem Íslendingar gefi næstum jafn mikið af líffærum og þeir þiggi myndu þeir ganga fyrir hjá Salhgrenska. Bið eftir ígræðslum myndi líka styttast verulega fyrir íslendinga vegna þess hve háþróuð ígræðslan er innan spítalans.

Ekki hefur enn verið rætt um kostnað innan ráðuneytisins en samkvæmt tölum frá 2007 var kostnaður vegna líffæraígræðslna erlendis tæpar 115 milljónir króna. Á næstunni verður svo rætt við fulltrúa frá Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi og Ríkisspítalanum í Ósló.

www.ruv.is 10.03.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-