-Auglýsing-

Bið eftir líffærum of löng

Líffæraígræðslur fyrir Íslendinga eru til endurskoðunar en bið eftir ígræðslum er talin of löng fyrir fólk hér á landi. Fundur var haldinn með heilbrigðisráðuneytinu í gærkvöldi með læknum Sahlgrenska sjúkrahússins í Gautaborg sem er mjög þróaður á þessu sviði en á næstunni munu koma læknar frá ríkissjúkrahúsinu í Osló og Karolinska í Stokkhólmi til að kynna sitt starf. Núna er hins vegar í gildi samningur við ríkissjúkrahúsið í Kaupmannahöfn og þykir biðin þar of löng. Linda Blöndal ræddi við Vilborgu Sigurðardóttur, yfirlækni á ígræðslustofnun á Sahlgrenska spítalanum í Gautaborg, í Síðdegisútvarpinu. Vilborg bendir meðal annars á að kosturinn við að semja við þann spítala sé ekki síst að þar séu flestir íslensku læknanna á Norðurlöndunum.

Heyra má viðtalið við Vilborgu í heild sinni hér

www,ruv.is 11.03.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-