-Auglýsing-

Nýir klínískir verkferlar fyrir bráðan kransæðasjúkdóm

Nýir klínískir verkferlar fyrir bráðan kransæðasjúkdóm hafa verið gefnir út af Hjartagátt á árs afmæli deildarinnar við Hringbraut.

Klínískir verkferlar fyrir bráðan kransæðasjúkdóm voru endurskoðaðir á vegum Hjartagáttar af læknunum Davíð O. Arnar, Kristjáni Eyjólfssyni, Ragnari Danielsen og Þorbirni Guðjónssyni. Verkefnið var stutt af Ara Jóhannessyni, umsjónarlækni klínísks umbótastarfs. Verkferlarnir eru á vefsíðu klínískra leiðbeininga á Landspítala.

Megin breytingar frá fyrri verkferlum eru þær að mælt er með notkun blóðþynningarlyfsins fondaparinux í stað enoxparíns við bráðu kransæðaheilkenni (acute coronary syndrome) þar sem um er að ræða kransæðastíflu án ST hækkunar (NSTEMI) eða hvikula hjartaöng. Fondaparinux hefur komið vel út í samanburðarrannsóknum þar á meðal í svokallaðri OASIS-5 rannsókn. Þá hefur hleðsluskammti klópidógrels verið breytt og er nú 600 mg í stað 300 mg áður. Til greina kemur, undir völdum kingumstæðum, að nota nýju blóðflöguhemjandi lyfin prasugrel eða ticagrelor í stað klópidógrels. Þá eru ábendingar fyrir bráðar kransæðaþræðingar aðeins rýmkaðar frá fyrri ferlum og taka nú einnig til há-áhættu sjúklinga með brátt kransæðaheilkenni. Það er í samræmi við breyttar áherslur í alþjóðlegum klínískum leiðbeiningum.

Breytingin á blóðþynningarlyfjum nær eingöngu til sjúklinga með brátt kransæðaheilkenni. Enoxparin verður áfram notað við blóðþynningu annarra hjartavandamála á Hjartagáttinni eins og til dæmis gáttatifs.

Hjartagátt var formlega opnuð 13. apríl 2010 og er því eins árs. Starfsemin hefur farið talsvert vaxandi á þessu fyrsta ári. Auk bráðaþjónustu við hjartasjúklinga eru á Hjartagátt 10D umfangsmikil göngudeild fyrir hjartasjúklinga auk dagdeildar sem var nýlega opnuð í húsnæði á 10W.

Hjartagátt er opin frá klukkan 8:00 á mánudagsmorgnum fram til klukkan 20:00 á föstudagskvöldum. Opið er allan sólarhringinn þessa daga. Bráðaþjónusta er á bráðamóttökunni í Fossvogi um helgar.

- Auglýsing-

www.landspitali.is 13.04.2011

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-