-Auglýsing-

Nútíminn er trunta

StreitaVið sækjum enn í smiðju Náttúrulækningafélags Íslands nlfi.is. Geir Gunnar ritstjóri vefsíðunnar þeirra skrifar hér góðan pistil þar sem hann veltir því fyrir sér hvort nútíminn sé trunta. Virkilega góð vangavelta áður en vinnuvikan byrjar því það erum jú við sem getum lagt okkar að mörkum. 

Yfirskrift þessa pistils er tekið úr lagi með hljómsveitinni Þursaflokknum. Það er margt í þessu nútímaþjóðfélagi í dag sem mætti betur fara í sambandi við heilbrigði okkar  og er það efni þessa pistils.

-Auglýsing-

Það er ótrúlegt að hugsa til þess að fyrir rétt rúmri öld bjuggu stór hluti Íslendinga í torfkofum í sveitum landsins. Við vorum fátæk þjóð sem stundaði aðallega sjálfsþurftarbúskap og útflutningur var lítill sem enginn.

Þó ekki sé langt síðan við komum úr torfkofunum þá hefur ótrúlega margt breyst í Íslensku samfélagi á þessum tíma. Stærsti hluti landsmanna býr í þéttbýli og „nýtur“ þess helsta sem nútíminn hefur uppá að bjóða. Þó ekki óski ég þess að við förum aftur í fátæktina í torfkofunum þá er svo ótrúlega margt heillandi við sveitalífið og þá helst tengslin við náttúruna og almenn sjálfbjargarviðleytni án nútíma þæginda. Því margt í þessu nútímalífi þæginda og allsnækta er síður en svo að gera okkur gott heilsufarslega séð.

Það eru ekki bannvænir sjúkdómar líkt og berklar eða svarti dauði sem eru að drepa okkur í dag, heldur eru það lífsstílssjúkdómarnir. Læknavísindin hafa náð að þróa lyf gegn mörgum alvarlegum sjúkdóum en standa ráðþrota gagnvart alvarlegustu váinni; lífsstílssjúkdómum líkt og sykursýki, offitu og geðrænum sjúkdómum. Endalaus gróðahyggja nútímaþjóðfélags, aukið stress og meira unninn matur mun bara koma til með að auka tíðni lífsstílssjúkdóma og vandamálum tengd þeim.

Til að snúa þessari óheillaþróun við þurfum að fara hugsa aftur í gömlum háttum og lifa á náttúrunnar gæðum og láta náttúruna vera okkar meðal.  Frumkvöðull náttúrulækningastefnunnar og stofnandi NLFÍ, Jónas Kristjánsson, orðar þetta vel i í 3.tbl Heilsuverndar árið 1948 „Ekkert annað en afturhvarf til náttúrlegra hátta getur bjargað við hinu dvínandi heilsufari. Og þá fyrst, er vísindunum verður að því beint, að vinna í samræmi við lögmál lífsins, getum vér orðið fullkominnar heilbrigði og lífssælu aðnjótandi“(http://www.nlfi.is/um-sykursyki)Er ekki löngu komin tím til að við tökum þessi orð Jónasar til okkar?

- Auglýsing-

Við ættum að fara að fjárfesta í okkur framtíð með heilsusamlegri lifnaðarháttum.  Allt samfélagið þarf að vera samstíga í þessum breyttu lífsháttum því  Ísland hefur allt að bjóða til að vera paradís heilbriðis með hreinu lofti og nóg af fersku vatni sem lífsins vökvi.

Hér eru hugmyndir að breytingum  í átt til náttúrulegri lifnaðarhátta:

Hreyfing

  • Notum bílinn minna og hjólum eða göngum meira. Sparar pening, eykur þol og minnkar mengun Móður Jarðar.
  • Notum hvert tækifæri til að hreyfa okkur. Sleppum lyftum og rúllustigum, berum matarpoka út í bíl og leggjum bílnum langt frá áfangastað.
  • Förum í útivistarferðir í náttúrunni og hreyfum okkur, sjúgum í okkur súrefni og fuglasöng.
  • Hreyfum okkur með börnum okkar, verum fyrirmyndir í hreyfingu og  förum í gömlu leikina með fjölskyldunni s.s Fallin spýta, Yfir, Skotbolta, Eina krónu og Brennibolta.

Næring

  • Borðum ferskar matvörur . Drögum úr neyslu á fjöldaframleiddum verksmiðjumat með allskyns óæskilegum innihaldsefnum sem gera heilsu okkar síður en svo gott.
  • Drekkum vatn – Langbesti svaladrykkurinn.
  • Veljum lífrænt – Minna aukaefnum og verndum í leiðinni Móður Jörð.
  • Fjárfestum í heilsu okkar með heilnæmum mat í stað þess að fjárfesta í megrunariðnaðinum sem oft er í formi  pilla og kúra.

Sálarlífið

  • Njótum þess sem við höfum. Við erum að kikna undan kröfum samfélagsins um útlit, starfsframa og tekjur. Fögnum því sem við höfum og hlúum að því í stað þess að vera ætíð að berja okkur niður að við séum ekki nógu góð eða eigum ekki nógu mikið. Hamingjan verður ekki keypt með peningum, það er margsannað.
  • Lifum í núinu og njótum hverrar stundar. Fortíðin er liðin og framtíðin er óviss og það eina rökrétta er að lifa fyrir hverja líðandi stund.
  • Kúplum okkur útúr nútímasamfélagi með því að fara uppí sveit án síma, tölvu og sjónvarps. Njótum kyrrðar og róar og finnum hvað það gerir okkur gott.
  • Horfum í spegilinn á hverjum morgni og segjum við okkur „Ég er frábær og þetta verður góður dagur“.
  • Munum að brosa :).
  • Fáum nægilegan svefn – Það er langbesta stress- og fegrunarmeðalið. Það er sannað að svefnleysi stuðlar að m.a að þyngdaraukningu.

Þetta er svört mynd sem ég hef dregið hér upp af nútímamanninum en það er nákvæmlega í okkar valdi að snúa við þessari þróun.  Allar breytingar hefjast hjá okkur sjálfum og það þýðir ekki að benda á neinn annan. Hefjum heilsubyltinguna í dag, gerum það fyrir okkur sjálf og Móður Jörð í leiðinni. Allt telur með, byrja á litlum skrefum í átt að heilsusamlegri lifnarháttum, því mörg lítil skref gera eitt stórt.

Ég ætla að enda þennan pistil á orðum Dalai Lama sem nær að orða þetta vandamál nútímamannsins  vel, þegar hann segir : Það sem kemur mér mest á óvart í mannlegri tilveru er að maðurinn fórnar heilsu sinni til að eignast peninga. Svo fórnar hann peningunum til að ná aftur heilsu sinni. Á sama tíma er hann svo spenntur fyrir framtíð sinni að hann nýtur ekki augnabliksins. Afleiðingin er sú að hann lifir hvorki í nútíð né framtíð. Og hann lifir eins og hann muni aldrei deyja  og svo deyr hann án þess að hafa lifað.”

Geir Gunnar Markússon, ritstjóri nlfi.is

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-