-Auglýsing-

Neyðaráætlun vegna manneklu

LSH 075Það er orðið ansi langt síðan bárust góðar fréttir af Landspítalanum og ekki batnar það. Grafalvarleg staða er uppi á lyflækningadeild og samkvænt þessari frétt Morgunblaðsins vantar tugi lækna til starfa og maður spyr sig að því hvort öryggi sjúklinga sé stefnt í hættu. 

Nýtt skipulag verður virkjað á Landspítalanum frá og með mánaðamótum, vegna gríðarlegrar manneklu á stærsta sviði spítalans, lyflækningasviði. Deildarlæknir segir að staðan hafi lengi verið fyrirsjáanleg og læknar talað fyrir daufum eyrum stjórnenda spítalans í mörg ár.

-Auglýsing-

„Vandamálið er ekki að við fáum ekki pening til að greiða fyrir stöðurnar, heldur að fólk getur ekki hugsað sér að vinna við þessar aðstæður,“ segir Hrönn Ólafsdóttir, deildarlæknir á lyflækningasviði á meðstjórnandi í Félagi almennra lækna.

„Álagið er svo gríðarlegt að fólk er bara búið að fá nóg. Það er svo augljóst, því það sækir enginn um þessar stöður.“

5-6 læknar í stað 25

Gert er ráð fyrir stöðum 25 deildarlækna á lyflækningasviði Landspítalans. Þeir eru hins vegar rétt um tugur talsins og heldur áfram að fækka í haust. Læknanemar hafa létt mikið undir í sumar en um mánaðamótin hætta þeir störfum þegar skólinn hefst að nýju. Í haust verður bæði skortur á deildarlæknum og kandídötum á lyflækningasviði.

„Eins og staðan er í dag þá sjáum við fram á áframhaldandi vandamál eftir því sem líður á haustið því það fækkar áfram í hópnum, nema nýir komi inn sem er ekki útlit fyrir,“ segir Hrönn. Fari sem horfir verða aðeins 5-6 læknar sem unnið geta fulla vinnu með vöktum á lyflækningasviði í október, þar sem gert er ráð fyrir 25 læknum.

- Auglýsing-

Hrönn bendir á að lyflækningasviði sé ákveðið framhaldsmenntunarprógramm í gangi. Framtíð þess sé teflt í tvísýnu verði þróunin áfram með þessu móti vegna manneklu og álags.

Kemur í ljós hvort þetta gengur upp

Lengi hefur hallað undan fæti á lyflækningasviði en ljóst var að stefndi í óefni þegar fjöldi deildalækna sagði upp á sviðinu í febrúar. Þá var haldinn samráðsfundur um hvað hægt væri að gera til að halda í starfsfólk og skipaður hópur almennra lækna og sérfræðilækna til að koma með tillögur að úrbætum.

Tillögum var skilað í maí en að sögn Hrannar, sem sat í hópnum, bar lítið á framkvæmdum.

„Okkar hlutverk var að koma með hugmyndir að breytingum sem væri þá á höndum framkvæmdastjórnar LSH að bregðast við.“ Hún segir að nýta hefði mátt tímann betur í sumar til að gera áætlun fyrir haustið sem tæki mið af bágri mönnun og augljósri þörf á skipulagsbreytingum á sviðinu. „En svo gerðist lítið í sumar og nú á að reyna að leysa þetta kortér í mánaðamót.“

Læknaráð Landspítala lýsti í byrjun sumars yfir þungum áhyggjum yfir bágri mönnum almennra lækna á lyflækningasviði. Nú hefur verið brugðist við með n.k. neyðaráætlun þar sem skipulagið á lyflækningasviðinu er stokkað upp til að mæta manneklunni.

„Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta gengur því það er ekki bara verið að breyta okkar vinnulagi. Breytingar á vinnuskipulagi almennra lækna og sérfræðilækna á lyflækningasviði hefur áhrif á önnur svið, til að mynda bráðasvið og því mikilvægt að undirbúningurinn sé góður. Það á svo eftir að koma í ljós hvernig þetta mun ganga eftir helgi og á næstu misserum ef almennum læknum á sviðinu fer ekki að fjölga.“

 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-