-Auglýsing-

Nokkrar staðreyndir um nýjan Landspítala

Glæsileg tillaga íslenskra arkitekta varð hlutskörpust í hönnunarsamkeppni um nýjan Landspítala við Hringbraut fyrr á þessu ári og er ánægjulegt að sjá hve vel hönnuðunum hefur tekist að fella uppbygginguna að umhverfinu og leysa þarfir Landspítala og heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Tugir íslenskra arkitekta og verkfræðinga vinna nú að hönnun nýs Landspítala í samstarfi við starfsfólk spítalans og eru fyrstu útboð verklegra framkvæmda fyrirhuguð á næsta ári.

Þrátt fyrir þennan góða gang í verkefninu hafa eina ferðina enn vaknað upp umræður í fjölmiðlum um staðarval nýs Landspítala, þó svo að ákvörðun þar um hafi verið tekin fyrir löngu af þar til bærum aðilum. Þar sem nokkuð virðist skorta upp á að ýmsir þeir sem hafa tjáð sig um staðarvalið og fyrirhugaðar byggingar Landspítala hafi kynnt sér rökin fyrir þessari ákvörðun teljum við nauðsynlegt að draga þau saman í stuttu máli. Allar skýrslur og greinargerðir er lúta að efninu má nálgast á verkefnavef nýs Landspítala, www.nyrlandspitali.is.

Landspítali og háskólasjúkrahús
Nálægðin við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og þekkingarþorp í Vatnsmýri var ein mikilvægasta ástæðan fyrir staðarvali nýs Landspítala, einkum þó áform HÍ um uppbyggingu heilbrigðisvísindadeilda sinna á sömu lóð. Hér er mikilvægt að hafa í huga að jafnframt því að vera sjúkrahús allra landsmanna er Landspítalinn háskólasjúkrahús og lögum samkvæmt er hlutverk hans þríþætt; þjónusta við sjúka, rannsóknir í heilbrigðisfræðum og kennsla. Umhverfi Háskólans verður því ekki slitið frá spítalanum án stórskaða á faglegu starfi og rekstri beggja stofnananna.

Bestu tengslin við almenningssamgöngur
Önnur mikilvæg forsenda fyrir staðarvalinu við Hringbraut var að þar er hægt að tryggja gott aðgengi ökutækja og sjúkraflugs og góðar almenningssamgöngur. 
Endurteknar úttektir benda eindregið til þess að uppbygging við Hringbraut sé besti kosturinn. Flugvöllurinn er innan seilingar og góðar akstursleiðir til og frá lóð spítalans við Hringbraut. Þéttbýl hverfi borgarinnar liggja að spítalalóðinni, fjórðungur starfsfólks er búsettur innan 14 mínútna göngufæris frá spítalanum og helmingur þess innan 14 mínútna hjólafæris. Sjö strætisvagnaleiðir liggja framhjá spítalalóðinni og hún er sá staður innan höfuðborgarsvæðisins sem er langbest tengdur almenningssamgöngum.

Uppbygging á nýjum stað of dýr
Meginmarkmið með nýbyggingu er að sameina starfsemi spítalans á einn stað. Ef ný staðsetning hefði orðið fyrir valinu hefði þurft að byggja allan spítalann frá grunni áður en hann hefði getað sinnt sínu hlutverki. Kostnaður við verkefnið hefði þá orðið umtalsvert meiri því ekkert hefði verið hægt að nýta af eldra húsnæði. Ennfremur hefði eðli máls samkvæmt þurft að byggja allt heilbrigðisvísindasvið HÍ frá grunni við hlið hins nýja spítala. Þá má ætla, samkvæmt búsetukönnun meðal starfsfólks spítalans, að ferðalög starfsfólks til og frá vinnustað hefðu lengst verulega, borið saman við Hringbrautarstaðsetninguna.

Tengigangar nýrra og eldri bygginga
Því hefur verið haldið fram, m.a. í sjónvarpsþættinum Návígi, að tengigangar milli nýrra og eldri bygginga verði 30.000 m2. Þetta er fjarri lagi. Nýir tengigangar á lóðinni verða 1.380 m2. Þá er rétt að benda á að nýjar byggingar Landspítala verða alls 66.000 m2. Áfram verða notaðir 53.000 m2 af núverandi húsnæði Landspítala, svo sem barnaspítalinn, geðdeild, kvennadeild o.fl., og 10.000 m2 af núverandi húsnæði HÍ.

- Auglýsing-

Viljum við að lokum árétta að ákvörðun um uppbyggingu Landspítala við Hringbraut var vel ígrunduð á sínum tíma og forsendur hennar hafa ekki breyst.

Björn Zoëga, forstjóri Landspítala, og Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri eignasviðs Landspítala
 
www.nyrlandspitali.is 22.11.2010

 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-