fbpx
-Auglýsing-

Neysla á heilkornavörum getur lengt lífið

Gróft brauð
Gróft brauð

Niðurstöður tveggja rannsókna sem birtar voru nýlega renna enn frekari stoðum undir ráðlegginguna „Heilkorn minnst tvisvar á dag“.Í júní síðastliðnum voru birtar niðurstöður rannnsóknar í ritrýnda tímaritinu British Medical Journal sem sýndu að neysla á heilkorni var tengd minni hættu á hjarta- og æðasjúkdómum, krabbameini og dauða af völdum fjölda sjúkdóma.

Niðurstöðurnar sýndu að þeir sem neyttu þriggja skammta af heilkornavörum á dag voru í 22% minni áhættu að fá hjarta- og æðasjúkdóma, heildar dánartíðni var 18% lægri, 14% lægri dánartíðni af völdum heilablóðfalls og 15% lægri dánartíðni af völdum krabbameins.

Mestur ávinningur sást hjá fólki þar sem neyslan jókst úr engri neyslu í tvo skammta af heilkornavörum á dag. Þetta jafngildir 60 g af heilkornavöru, t.d. tvær sneiðar af heilkorna brauði.

Rannsakendur við Harvard T.H. Chan School of Public Health birtu einnig í júní s.l. niðurstöður annarrar rannsóknar sem sýndu svipaðar niðurstöður og sú fyrri. Neysla á heilkorni getur minnkað hættu á ótímabærum dauða. Rannsóknin var birt á rafrænu formi í ritrýnda tímaritinu Circulation.

Niðurstöðurnar sýndu að heildardánartíðni þeirra sem neyttu þriggja skammta af heilkornavörum á dag var 20% lægri en hinna sem borðuðu lítið eða ekkert af heilkorni. Dánartíðni af völdum hjarta- og æðasjúkdóma var 22% lægri í þeim hópi og 15% lægri dánartíðni af völdum krabbameins.

Niðurstöðurnar í samræmi við íslenskar ráðleggingar
Þessar niðurstöður styðja eindregið við þær ráðleggingar sem eru í gildi hér á landi um að auka neyslu á heilkornavörum í að minnsta kosti tvo skammta á dag.
Í ráðleggingunum er fólk hvatt til að velja brauð eða aðrar matvörur úr heilkorni. Nota t.d. heilkorn í bakstur og grauta og bygg, hýðishrísgrjón og heilkornapasta sem meðlæti í stað fínunninna vara. Skráargatið og Heilkornamerkið geta aðstoðað við hollara val.

- Advertisement -

 

  

Hólmfríður Þorgeirsdóttir og Elva Gísladóttir
verkefnisstjórar næringar hjá Embætti landlæknis

Ítarefni:

Greinin í BMJ: Whole grain consumption and risk of cardiovascular disease, cancer, and all cause and cause specific mortality: systematic review and dose-response meta-analysis of prospective studies

Frétt um rannsóknina á heimasíðu School of Public Health, Imperial College London

Greinin í Circulation: Whole Grain Intake and Mortality From All Causes, Cardiovascular Disease, and Cancer

Frétt um rannsóknina á heimasíðu Harvard T.H. Chan School of Public Health

Opinberar ráðleggingar um mataræði

Auglýsing
Avatar
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

Fora 6 blóðsykurmælir

Í samvinnu við Líftækni ehf kynnum við FORA 6 Connect mælirinn sem er frá Svissneska fyrirtækinu Fora Care Suisse AG.  FORA 6 Connect...

Hjartsláttur og blóðþrýstingur, hvað er rétt og hvað ekki?

Í netheimum fara gjarnan allskonar uplýsingar á flug sem eiga stundum ekki við rök að styðjast. Hjartasérfræðingurinn Dr. Michael Faulx skoðaði sannleiksgildi nokkurra fullyrðinga...

6 einkenni hjartaáfalls hjá konum

Konur upplifa hjartaáfall ekki alltaf eins og karlar. Konur fá ekki alltaf þessi sömu klassísku einkenni eins og yfirgnæfandi brjóstverk sem leiðir einnig niður...

Hjartaþræðing eftir hjartaáfallið

Nóttin eftir hjartaáfallið var undarleg og svo rann upp nýr dagur þar sem ég átti að fara í hjartaþræðingu. Þá kæmi í ljós hvernig...

Hjartaáfallið

Í dag 9. febrúar voru 18 ár síðan ég fékk alvalegt hjartaáfall. Mistök voru gerð við greiningu mína og meðferð og í kjölfarið fylgdu...

Hjartagangráður

Sumir velta því fyrir sér í hverju gangráður er frábrugðin bjargráð. Meginmunurinn á þessu tvennu er að gangráður er fyrst og fremst notaður ef...
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-