-Auglýsing-

Goðsögnin um súkkulaði

Súkkulaði
Súkkulaði

Ég veit að ég verð kannski ekki sérlega vinsæll fyrir þetta en ein er sú goðsögn sem flestum finnst mjög huggandi og vilja mjög ógjarnan sleppa alveg, súkkulaði. Mörg okkar hafa haldið fast í að súkkulaði sé gott fyrir hjartað og þess vegna sé góð hugmynd að eiga gott súkkulaði tiltækt, alltaf.

Kannski er þetta ekki alveg rétt samkvæmt því sem félagarnir Dr. Steven Nissen og hjartasérfræðingurinn Dr. Marc Gillinov frá Cleveland Clinic fundu út þegar þeir skoðuðu goðsagnir sem tengdust hjartanu og birtu í bók sinni Heart 411.

Goðsögnin um að súkkulaði sé gott fyrir hjartað

Um þetta segir Dr. Nissen. „Það er til pínulítið af sönnunum –og þær eru ekki sterkar- um að dökkt súkkulaði sé líklega í lagi fyrir hjartað. Það er jafnvel til lítil rannsókn sem gefur til kynna að dökkt súkkulaði lækki blóðþrýsting pínulítið. En áhrifin eru mjög lítil og súkkulaði hefur tilhneigingu til að vera hitaeiningaríkt og fullt af sykri.

Þannig að segja að súkkulaði sé gott fyrir hjartaheilsu er eiginlega ekki rétt. Þetta er dæmi um, af því að það er krúttlegt og það er fréttnæmt: Hvenær sem ein af þessum lélegu athugunarrannsóknum (observational) eru birtar, er þeim slegið upp í fjölmiðlum með stórum fyrirsögnum.

Sannleikurinn er sá að það eru engar slembiraðaðar rannsóknir (randomized control), þar sem valið er handahófskennt í hópa sem eru í einhverjum alvöru gæðum um þetta efni.

- Auglýsing-

Í bókinni okkar tölum við á muninn á þessum rannsóknum þ.e. þeim sem byggja á athugunum (observational) og gögnum sem fást með þeim hætti og svo aftur þar sem um er að ræða slembirannsóknir þar sem rannsóknin byggist á því að valið er af handahófi í hópa ( randomized control).

Flestar rannsóknir á súkkulaði eru ekki slembirannsóknir þar sem fólki er skipt handahófskennt í hópa.

Helmingnum af hópnum er gefið súkkulaði í fimm ár og hinn hlutinn á að láta súkkulaði algjörlega eiga sig.

Að þessu loknu yrði metið hvor hópurinn væri betur staddur og hvort súkkulaði hefði raunveruleg áhrif á hjartaheilsu eða ekki.

Sannleikurinn er sá að rannsóknirnar sem tengjast súkkulaði eru athugunarrannsóknir (observational) þar sem gögn eru skimuð og fólki fylgt eftir og það eru í eðli sínu gallaðar rannsóknir.

Gögnin eru einfaldlega ekki nógu traust og mikið takmarkaðri þegar eingöngu er um að ræða athugunarrannsóknir.“ Segir Dr. Nissen.

Riststjóri hjartalf.is er þó á þeirri skoðun að súkkulaðimoli af og til geri andanum gott en það er ekki byggt á neinum vísindum heldur eingöngu ánægjunni af því að fá sér súkkulaðimola:-)

Björn Ófeigs.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-