-Auglýsing-

Nákvæm líkamsskoðun ávallt undanfari Rítalíngjafar

Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir kvað embætti landlæknis nýverið hafa gefið út reglur um vinnulag við greiningu og meðferð athyglisbrests með ofvirkni.

„Við vitum til þess að í einhverjum örfáum tilfellum getur verið einhver hætta vegna Rítalíns í tengslum við hjartasjúkdóma en hjartasjúkdómar eru þó mjög sjaldgæfir hjá börnum. Við ræddum þetta á sínum tíma og eftir að búið var að skoða þær rannsóknir sem að baki liggja var ákveðið að ef einhver minnsti grunur léki á hjartasjúkdómi væri vísað til hjartabarnalæknis,” útskýrði Matthías og bætti því við að alltaf væri framkvæmd nákvæm líkamsskoðun áður en barni væri gefið Rítalín.

-Auglýsing-

Í vinnureglum þeim sem Matthías vísaði til segir að sé þekktur hjartasjúkdómur til staðar skuli ekki hefja meðferð nema að höfðu samráði við sérfræðing í hjartalækningum. Mikilvægt væri að fylgjast með blóðþrýstingi og púlsi og kæmi marktæk breyting fram eftir að lyfjagjöf hefst eða við skammtabreytingar skyldi hafa samband við hjartasérfræðing varðandi frekari gjöf lyfsins. Enn fremur segir í reglunum að komi fram hjartsláttur, hjartsláttaróregla, hækkaður blóðþrýstingur eða hjartaöng skuli hætta töku lyfsins.

Gísli Baldursson, barnageðlæknir á barna- og unglingageðdeild Landspítalans, vísaði til nefndra vinnureglna og sagði að alltaf þyrfti að sýna ákveðna varúð þegar lyf væru gefin, hvort sem þar væri um að ræða Rítalín eða önnur lyf. Varla væri til það lyf sem ekki hefði einhverjar aukaverkanir og þær vinnureglur sem stuðst væri við hérlendis væru í samræmi við þá framkvæmd sem tíðkaðist annars staðar í Evrópu.

www.visir.is 22.04.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-