-Auglýsing-

Morgunmaturinn er mikilvægur fyrir hjartað

MorgunmaturÞað er þetta með morgunmatinn. Rúv.is minnti okkur á rannsókn í gær sem var birt í sumar af Bandarísku hjartasamtökunum þar sem kom fram að þeir sem sleppa morgunmatnum auka líkurnar á hjartaáfalli umtalsvert.

Fram kom að þeir sem sleppa morgunmatnum væri hættara við að þróa með sér hjarta og æðasjúkdóma og auk líkur sínar á hjartaáfalli um 27% sem gerir morgunverð að verulega mikilvægri máltíð.

„Að sleppa morgunverðinum getur leitt til þess að fólk þrói með sér áhættuþætti hjarta og æðasjúkdóma eins og offitu, háan blóðþrýsting, hátt kólesteról og sykursýki“ segir Leah E. Cahill einn af aðalhöfundum rannsóknarinnar.

Rannsóknin var framkvæmd af Harvard School of Public Health og í henni tóku þátt tæplega 27.000 bandarískir karlar sem voru heilbrigðisstarfsmenn á aldrinum 45 – 82 ára og stóð rannsóknin í 16 ár.

Af þeim sem tóku þátt í rannsókninni voru 97% af hvítum evrópskum uppruna en líkur eru á því að niðurstöðurnar eigi líka við um konur og aðra kynþætti, þetta þyrfti þó að skoða nánar.

„Ekki sleppa morgunmatnum,“ segir Cahill. Að borða morgunverð tengist minnkaðri áhættu á hjartaáföllum. Með því að hafa morgunverðin fjölbreyttan og heilsusamlegan tryggir þú að þú farir inn í daginn með næga orku og gott næringarlegt jafnvægi. Sem dæmi er frábær leið til að byrja daginn að bæta smá af hnetum og ávöxtum eða berjum í morgunkornið eða grautinn.“

- Auglýsing-

Ég held að það sé óhætt að segja að fyrir okkur sem búum á Íslandi, sé þetta gott veganesti. Nú er vetur konungur farinn að berja hressilega á gluggann og þá veitir okkur sannarlega ekki af orkunni þegar haldið er út í kuldann og myrkrið.

Við erum hinsvegar öll misjöfn og sumir eiga erfitt með morgunmat en samkvæmt þessu þá er mikilvægt að finna leið til að geta nært sig áður en haldið er út í daginn, en leggja ekki af stað með tóman tank.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-