-Auglýsing-

Mjög dregur úr dánartíðni vegna hjartasjúkdóma

Dánartíðni Íslendinga á aldrinum 25-74 ára af völdum hjartasjúkdóma hefur minnkað um 80% síðasta aldarfjórðunginn. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á vegum Hjartaverndar og Háskóla Íslands og er þessi þróun rakin til minnkandi reykinga, hollara mataræðis og aukinnar hreyfingar.  

Thor Aspelund, tölfræðingar Hjartaverndar, kynnti þessar niðurstöður á ráðstefnunni EuroPRevent 2009,  sem nú stendur yfir í Stokkhólmi. 

Fram kemur á vefnum sciencedaily.com, þar sem fjallað er um rannsóknina, að meginástæðan fyrir minnkandi dánartíðni sé sú, að dregið hafi úr áhættuþáttum. Þannig hafi kólesteról í blóði Íslendinga minnkað, dregið hafi úr reikningum og háþrýstingi og einnig hefur almenn hreyfing aukist. Þá er bætt meðferð á hjartasjúkdómum einnig orsakaþáttur.

Á móti kemur að sykursýki og offita hafa aukist nokkuð.

Frétt sciencedaily.com

www,mbl.is 08.05.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-