-Auglýsing-

Mikil fjölgun á biðlista eftir hjartaþræðingu

HjartaþræðingSjúklingum á biðlista sem hafa þurft að bíða í þrjá mánuði eða lengur eftir hjartaþræðingu hefur fjölgað margfalt frá því um mitt ár 2011. Tækjaskortur og mannekla á Landspítalanum er ástæðan.

Landlæknir birti upplýsingar um biðlista eftir völdum aðgerðum nýlega. Þar kemur fram að í október höfðu 53% sjúklinga eða 123 alls beðið í þrjá mánuði eða lengur eftir hjartaþræðingu. Þeir voru 76 í júní en 50 á sama tíma í fyrra. Það vekur athygli að eingöngu þrír sjúklingar voru á biðlistanum í júní árið 2011. Í samantekt landlæknis segir að „að sögn starfsmanna Landspítala má einkum rekja ástæður aukins biðtíma til bilunar og úreldingar tækja, sem og manneklu“.

-Auglýsing-

„Það er rétt að biðlistinn eftir hjartaþræðingum hefur lengst frá 2011,“ segir Davíð O. Arnar, framkvæmdastjóri lyflækningasviðs LSH. „Þar kemur einkum tvennt til. Annars vegar hefur verið talsverð mannekla meðal hjartasérfræðinga, og þeir læknar sem hafa sinnt hjartaþræðingum hafa einnig þurft að nýtast í önnur verkefni. Hins vegar er annað tækið sem notað er til kransæðaþræðinga orðið 16 ára gamalt sem þýðir aukna bilanatíðni og fleiri viðhaldsdaga,“ segir Davíð.

Þetta ástand stendur til bóta, að sögn Davíðs. Nýtt hjartaþræðingatæki hefur verið keypt og verður tekið í notkun snemma á nýju ári. Eins er unnið að því að ráða fleiri hjartalækna til starfa.

„Vonandi mun þetta leiða til þess að biðlistinn eftir hjartaþræðingum styttist á næstu mánuðum, segir Davíð sem tekur skýrt fram að ef einkenni fara hratt versnandi hjá þeim sjúklingum sem eru á biðlistanum séu þeir settir í forgang. Sömuleiðis er öllum sem koma inn á sjúkrahúsið með bráðan kransæðasjúkdóm og þurfa hjartaþræðingu af þeim sökum sinnt tafarlaust.

Vísir.is segir frá

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-