-Auglýsing-

7 ástæður til að borða smjör

SmjörSmjör hefur stundum verið umdeilt en einn er sá sem efast ekki eitt augnablik um að það er ekkert sem getur skákað smjörinu, en það er Kristján Már Gunnarsson læknanemi og bloggari á betrinaering.is. Gefum honum orðið. 

Smjör getur breytt hvaða máltíð sem er í lostæti.

-Auglýsing-

En síðastliðna áratugi hefur því verið haldið fram að smjör sé eitt það versta sem við getum borðað.

Því er haldið fram að sjúkdóma eins og offitu og hjartasjúkdóma megi rekja til fæðutegunda eins og smjörs.

Undanfarin ár hefur smjörið hins vegar verið að ná aftur fyrri sessi sínum sem hollustufæða.

Hér eru 7 ástæður til að borða smjör.

- Auglýsing-

1. Smjör inniheldur mikið af fituleysanlegum vítamínum

Það er mikið af fituleysanlegum vítamínum í smjöri. Þar á meðal eru A-, E-, og K2-vítamín.

Ég ætla ekki að ræða neitt sérstaklega A- og E- vítamínin. Ef þú borðar hollan mat úr bæði dýra- og jurtaríkinu, þá ertu líklega að fá nóg af þeim nú þegar.

En ég vil tala svolítið um K2-vítamínið, sem er nokkuð sjaldséð í nútíma mataræði og margir þekkja ekki.

K2-vítamín getur haft öflug áhrif á heilsu. Það tengist efnaskiptum kalsíums og lítið magn K2 hefur verið tengt mörgum alvarlegum sjúkdómum, þar á meðal hjarta- og æðasjúkdómum, krabbameini og beinþynningu (123).

Mjólkurvörur frá kúm sem hafa verið aldar á grasi eru sérstaklega ríkar af K2-vítamíni (4).

Niðurstaða: Smjör inniheldur mikið af fituleysanlegum vítamínum. Smjör frá kúm sem voru aldar á grasi er sérstaklega ríkt af K2-vítamíni, sem getur haft öflug áhrif á heilsu.

2. Smjör inniheldur mikið af hollri, mettaðri fitu

“Stríðið” gegn mettaðri fitu var byggt álélegum vísindum.

Það var í raun aldrei búið að sanna að mettuð fita væri skaðleg.

Í raun benda nýlegar rannsóknir til þess aðengin tengsl séu milli mettaðrar fitu og hjarta- og æðasjúkdóma (56).

- Auglýsing -

Mettuð fita hækkar HDL (góða) kólesterólið og breytir LDL úr litlum, þéttum (mjög slæmum) í stór LDL… sem eru góð (78).

Auk þess inniheldur smjör ágætis magn af stuttum og meðallöngum fitukeðjum… sem brotna öðruvísi niður en önnur fita. Þær leiða til meiri mettunar og hraðari fitubrennslu (910).

Niðurstaða: Nýjar rannsóknir sýna að það er engin tenging á milli mettaðrar fitu og hjartasjúkdóma. Smjör inniheldur stuttar og meðallangar fitukeðjur.

3. Miðað við smjörlíki þá dregur smjör úr hættu á hjartaáfalli

Almennar næringarleiðbeiningar hafa tilhneigingu til að leiðbeina okkur í öfuga átt við það sem þær ættu að gera.

Gott dæmi um það er ráðleggingin um að skipta smjöri út fyrir smjörlíki … sem er eitthvað sem stjórnvöld ráðlögðu okkur í langan tíma.

Það sem gerðist var að við skiptum út smjöri, hollum mat, fyrir eitthvað sem innihélt mjög mikið af unnum transfitusýrum… sem eru hreint og beint eitraðarog valda alls kyns sjúkdómum.

Í Framingham hjartarannsókninni voru skoðuð áhrif smjörs og smjörlíkis á hjarta- og æðasjúkdóma (11).

smjör versus smjörlíki

Myndheimild: Stephan Guyenet.

Smjörlíki jók marktækt hættu á hjarta- og æðasjúkdómum, en smjör hafði engin áhrif.

Önnur rannsókn leiddi í ljós að neysla fituríkra mjólkurafurða minnkaði hættuna á hjartasjúkdómum um heil 69%, líklega vegna aukinnar inntöku K2-vítamíns (12).

Niðurstaða: Smjörlíki eykur hættu á hjartaáfalli, en náttúrulegt smjör gerir það ekki. Smjör frá kúm sem aldar hafa verið á grasi getur jafnvel dregið úr líkum á hjartaáfalli vegna K2-vítamín innihaldsins.

4. Smjör er góð uppspretta fitusýrunnar butyrate

Fjögurra kolefna fitusýran butyrate er búin til af bakteríum í ristlinum þegar þær komast í snertingu við trefjar.

Þetta kann að vera ein helsta ástæðan fyrir því að trefjar hafa jákvæð áhrif á heilsu manna.

En það er önnur góð uppspretta af butyrate í matnum og hún er… smjör, sem er um 3-4% butyrate. Eins og þú sérð dregur þessi fitusýra nafnið sitt af smjori (butyrate – butter).

Hjá rottum kemur butyrate viðbótin í veg fyrir þyngdaraukningu á óhollu mataræði með því að auka brennslu og draga úr matarlyst. Það bætir einnig virkni hvatbera í frumunum og lækkar þríglýseríð og insúlín (13).

Hjá mönnum er butyrate bólgueyðandi og hefur öflug verndandi áhrif á meltingarveg (14151617).

Niðurstaða: Smjör er frábær uppspretta af fjögurra kolefna fitusýrunni butyrate, sem getur haft ýmis góð áhrif á heilsu.

5. Smjör inniheldur mikið af fitusýru sem heitir CLA

Smjör er góð uppspretta fitusýru sem heitir CLA(Conjugated Linoleic Acid).

Þessi fitusýra hefur öflug áhrif á efnaskipti og er í raun seld sem megrunarbætiefni.

Það hefur verið sýnt fram á að CLA dregur úr líkum á krabbameini og lækkar hlutfall líkamsfitu í mönnum (181920).

Þó sýna sumar rannsóknir á CLA engin áhrif á samsetningu líkamans (21).

Niðurstaða: Smjör inniheldur fitusýru sem kallast CLA, en nokkrar rannsóknir hafa sýnt fram á að hún bæti líkamssamsetningu.

6. Smjör er tengt minni hættu á offitu

Næringaryfirvöld mæla oft með að við veljum fitulitlar mjólkurafurðir.

Á þann hátt getum við fengið kalkið sem við þurfum án allrar “slæmu” fitunnar og hitaeininganna.

En þrátt fyrir fleiri hitaeiningar tengjast fituríkar mjólkurafurðir ekki offitu.

Í raun kom út yfirlitsgrein árið 2012 þar sem rannsökuð voru áhrif fituríkra mjólkurafurða á offitu, hjarta-og æðasjúkdóma og önnur efnaskiptavandamál.

Niðurstöðurnar voru að fituríkar mjólkurafurðir auka EKKI hættu á efnaskipta sjúkdómum og þær voru tengdar marktækt minni hættu á offitu (22).

7. Smjör er dásamlegt

Smjör… nammi! Punktur.

Þessi grein birtist upphaflega á AuthorityNutrition.com.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-