-Auglýsing-

Menningarnótt, ekki fyrir alla?

FlugeldarMenningarnótt er frábær viðburður og að margra mati hápunktur í skemmtanahaldi borgarinnar. Það er notarlegt að ljúka sumri með þessari miklu skrautsýningu áður en haustið sækir að okkur en er hátíðin ekki fyrir alla?

Þegar kom að því að halda í bæinn í gær til að njóta menningarnætur ákváðum við Mjöll að kannski væri best að hún og Benedikt færu fyrst og ég myndi svo koma síðar um daginn.

Okkur fannst þetta góður ráðahagur þar sem ég, sökum hjartabilunar mæðist fljótt og er ekki mikill göngugarpur af þeim sökum. Mjöll gæti kannað aðstæður, hvað strætó færi langt og þar fram eftir götunum.

Mjöll komst að því að strætó gekk niður á BSÍ og Hlemm, fyrir mig með mína hjartabilun hefði ég jú náð að rölta í bæinn í rólegheitum en ég veit að það að vera úti í rigningarúðanum í marga klukkutíma og rölta um bæinn hefði reynst mér erfitt þó ég ekki hefði svo þurft að ganga drjúgan spöl til baka til að komast í strætó til að komast heim.

Niðurstaðan varð sú að ég var heima í gærkvöldi þar sem ég treysti mér einfaldlega ekki í það að klára af tanknum, fastur í mannfjölda og hafa litla möguleika á að koma mér í burtu þegar heilsan segði til.

Ég veit að svona var þetta hjá fleirum sem eiga erfitt með að ganga langar leiðir, eða hugnast það illa taka áhættuna vegna heilsunnar. Sérstaklega þegar mannfjöldinn er mikill og ekki heldur endilega hægt að treysta á að komast á stað þar sem hægt er að hvílast og safna orku inn á milli atburða.

- Auglýsing-

Þetta er frábær hátíð og hér með skorum við á yfirvöld að huga að þessum hópi einstaklinga þannig að sem flestir geti notið þess að vera með fjölskyldum sínum við þetta tækifæri.

Mjöll sagði mér að sonur okkar hann Benedikt sjö ára hefði verið stórkostlegur allan daginn, glaður, ábyrgur og naut fjölda viðburða sem þau sóttu. Þegar hann kom heim seint í gærkvöldi sagði hann mér að þetta hefði verið besti dagur sem hann hefði lifað.

Ég missti af því að upplifa þetta með fjölskyldu minni þar sem ég gat einfaldlega ekki fundið leið til að komast í bæinn á þann hátt sem hæfir minni heilsu. Ég vona að á þessu verði unnin einhver bót svo Menningarnótt geri ráð fyrir öllum.

Uppfært : Eftir að ég birti þetta var mér bent á frétt um bílastæðahús í miðbænum sem voru ætluð þeim sem eru með blátt p-merki í bílnum. Þetta hefði hentað mér fullkomlega en fór algjörlega framhjá mér. Það má reyndar virða mér það til vorkunar að við bjuggum í Danmörku í þrjú ár en fluttum heim í ágúst í fyrra þannig að það er greinilegt að ég þarf að fylgjast betur með 🙂

Björn Ófeigsson

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-