-Auglýsing-

Meirihluti geislafræðinga segir upp

Mikill meirihluti geislafræðinga á Landspítala hafa sagt upp störfum og taka uppsagnirnar gildi um næstu mánaðamót. Yfirstjórn sjúkrahússins segir að gangi geislafræðingar út verði haldið uppi neyðarþjónustu til að tryggja öryggi sjúklinga.

Guðbjörg Halldórsdóttir geislafræðingur segir að geislafræðingar hafi unnið dagvinnu en tekið gæsluvaktir frá klukkan 16 á daginn til 8 morgunin eftir. Yfirstjórn sjúkrahússins vill hins vegar breyta fyrirkomulaginu þannig að geislafræðingar vinni 12 tíma vaktir.

-Auglýsing-

Guðbjörg segir að geislafræðingar telji breytinguna kalla á meiri vinnu til að viðhalda sömu launum. Fleiri geislafræðinga þurfi nú til að manna bæði kvöld og helgarvaktir. Þeim hafi hins vegar ekki verið boðin nein launahækkun á móti.

Guðbjörg segir að geislafræðingar hafi boðið yfirstjórn sjúkrahússins að fara inn á vaktir gegn því að laun þeirra hækki um 10%. Því hafi sjúkrahúsið hafnað.

En hafa verið einhverjar viðræður við geislafræðinga? ,,Það er afskaplega lítið. Það er eitthvað farið að kalla á fólk á eintal hjá svið-og deildarstjóra”. Hún segir að þar hafi þeim verið tjáð að vilji þeir ekki samþykkja breytingarnar geti þeir tekið pokann sinn.

Ásbjörn Jónsson, sviðsstjóri myndgreiningarsviðs, segir að nú sé verið að ræða við hvern og einn geislafræðing sem sagt hafi upp störfum. Hann segir að ein ástæða þess að ákveðið var að breyta vinnutilhögun geislafræðinga hafi verið sú að hún hafi ekki staðist vinnutímatilskipun EES.

- Auglýsing-

Ásbjörn segir að geislafræðingar hafi lagt fram tillögur að nýju vaktakerfi en það hefði haft í för með sér 3,9% kostnaðarauka fyrir sviðið og því hafi ekki verið hægt að ganga að því. Hvað öryggi sjúklinga varðar, ef geislafræðingar ganga út, segir Ásbjörn að haldið verði uppi neyðarþjónustu. Þeir geislafræðingar sem ekki hafi sagt upp komi til með að annast hana og þannig verði reynt að tryggja öryggi sjúklinga.

www.ruv.is 22.04.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-