-Auglýsing-

Meðallaun hafa lækkað á Landspítalanum

Meðallaun allra stétta á Landspítalanum, nema þeirra lægstlaunuðu, hafa lækkað á þessu ári, segir Björn Zoëga, forstjóri spítalans, í pistli á vef spítalans.

Björn segir að margt forvitnilegt komi fram þegar rýnt sé í nýjar tölur um rekstur Landspítalans fyrstu tíu mánuði ársins. „Meðal annars sést að legudögum hefur fækkað aðeins, skurðaðgerðum hefur fækkað, komum á dag- og göngudeildir hefur fjölgað en fjöldi koma á bráðamóttökur stendur í stað milli ára,” segir Björn. Þrátt fyrir þetta hafi ekki myndast bið eftir þjónustu spítalans og séu nú biðlistar á spítalanum undantekning fremur en regla.

-Auglýsing-

Björn segir að það að legudögum hafi fækkað og komum á dag- og göngudeildir fjölgað sýni að tekist hafi að færa þjónustu frá dýrara formi, með þjónustu allan sólarhringinn, til ódýrara forms. „Þetta hefur líka leitt til minni yfirvinnu og þar með ákveðinnar launalækkunar,” segir Björn.

Björn segir að það hafi verið ákveðin tortryggni milli stétta á spítalanum vegna þessara launalækkana. Hann telji að sú tortryggni sé óþörf.

www.visir.is 27.11.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-