-Auglýsing-

Áhugaverðar bækur

baekur.jpgÞví miður hef ég ekki rekist á mikið af bókum á íslensku sem fjalla um hjartað og það sem að því tengist. Ég hef hinsvegar fundið töluvert af bókum inni á amazon.com sem hafa verið fróðlegar.

Það hefur verið mér mjög mikilvægt að fræðast eins mikið og ég mögulega get um hjartað. Ég hef meðal annars keypt bækur sem fjalla beint um þennan sjúkdóm, bækur sem fjalla almennt um heilsu og hjartaheilsu og fræðilegar bækur sem fjalla um allt frá túlkun hjartalínurita til meðferðar á hjartasjúkdómum. 
En það er ekki síður mikilvægt að hlúa vel að andlegu hliðinni. Það eru margar bækur um hin ýmsu efni sem hafa verið mér innblástur. Þegar veikindi berja að dyrum, vakna upp margar spurningar um hinar ýmsu hliðar lífsins sem gaman, erfitt en oft á tíðum nauðsynlegt er að velta fyrir sér.

Að mínu mati er þekking mikilvæg og mér finnst afar mikilvægt að vera upplýstur um ástand mitt og möguleika. Eftir því sem skilningur minn hefur aukist hef ég verið hæfari til þess að taka þátt í því að meðhöndla sjúkdómin, það er mikilvægt að þekkja óvinin til að geta barist við hann. Allt hjálpar þetta til við að lifa með sjúkdóm eins og hjartabilun.

Success with heart failure eftir Marc Silver, M.D.
Frábær bók og algjör skyldulesning fyrir þá sem að þjást af hjartabilun og aðstandendur þeirra.

Myocardial Infarction an incredebly easy miniguide
Þægileg og lítil handbók sem að útskýrir vel hvað hjartadrep er, hvað gerist við hjartadrep, áhættuþætti ofl.

Heart failure: An incredibly easy miniguide
Útskýrir á mjög einfaldan og skilmerkilegan hátt hvernig hjartabilun þróast, hvernig mögulegt er að koma í veg fyrir hana, meðferðarúrræði og farið er yfir hvernig þeir sem að þjást af hjartabilun geta lagt sitt að mörkum í meðhöndlun sjúkdómsins.

- Auglýsing-

The guide to EKG interpretation eftir John A. Brose, D.O., John C. Auseon, D.O., Daniel Waksman, D.O., og Michael J. Jarosick,D.O.
Þetta er mjög fróðleg bók sem fræðir mann um hjartalínurit og hvað allar þessar línur og hugtök þýða. Bók fyrir þá sem hafa gaman af því að sökkva sér í efni sem að virkar nánast óskiljanlegt fyrir venjulegt fólk.

gEKG the pocket survival guide efin út af The George Washington University.
Það er ágætt að byrja á að skoða þessa áður en maður hellir sér út í stóru bókina hér að ofan. Úskýrir hjartalínurit á tiltölulega einfaldan hátt með dæmum og eykur manni skilning á því hvernig þetta virkar.

The expert guide to beating heart disease eftir Harlan M. Krumholz, M.D.
Fróðleg bók þar sem að höfundur kynnir sjö leiðir sem að eiga að draga úr hættunni á kransæðasjúkdómum. 

Reversing Heart Disease eftir Dr. Dean Ornish´s.
Bókin fjallar um það hvernig við getum stöðvað framgang hjartasjúkdóma og jafnvel komið í veg fyrir þá með breyttum lífsstíl. Metsölubók.

The healthy Heart Miracle eftir Gabe Mirkin, M.D og Diana Mirkin.
Bókin fjallar um aðferðir sem minnka áhættuna á hjartaáföllum, heilablóðföllum og sykursýki og jafnvel snú við hjartasjúkdómum. kynnt er 8 vikna prógramm til lífsstílsbreytingar sem virkar. mikið af uppskriftum. Metsölubók.

Clinical Management of Heartfailure eftir James B. Young, MD. og Roger M. Mills, MD. 
Fróðleg bók fyrir þá sem vilja fá góða innsýn inn í klíníska meðferð hjartabilaðra.

Tuesdays with Morrie Höfundur er Mitch Albom.
Þetta er bók sem fjallar ekkert um hjartabilun. Hún fjallar um hugrekki,visku, ástina og það hvernig lifa eigi lífinu þrátt fyrir ólæknandi sjúkdóm. Ótrúlega mögnuð bók þar sem maður bæði hlær og grætur. Þessi bók er til í íslenskri þýðingu og heitir þá Þriðjudagar með Morrie. Síðast þegar ég gáði fékkst hún í bókabúðum hér. 

So You’re Having Heart Bypass Surgery  Höfundar eru: Brett C. Sheridan MD, Bernard S. Goldman MD, Tracey J. F. Colella RN og Suzette Turner RN.
Í þessari bók er fjallað um allt frá greiningu til endurhæfingar eftir hjáveituaðgerð. Farið er yfir allan ferillin og hvernig best sé að undirbúa sig.

- Auglýsing -

Thriving With Heart Disease Eftir Wayne M. Sotile, Ph.D., with Robin Cantor-Cooke.
Dafnað með hjartasjúkdóm er hreint út sagt alveg frábær lesning þar sem farið er yfir hvað viðhorf okkar skipta miklu máli þegar glímt er við hjartasjúkdóma. Farið er yfir flest það sem kemur upp í tilfinningalífinu eftir að hafa greinst með hjartasjúkdóm eða fengið hjartaáfall. Talað er um þunglyndi, hjartabilun, kynlíf matarræði hvaða áhrif lyfin sem við tökum hafa áhrif á okkur og síðast en ekki síst samskipti okkar við okkar nánustu. Dr. Sotile er með heimasíðu sem er mjög áhugaverð og hér er tengillin: www.sotile.com

Mayo Clinic Heart book Second edition
Það var svosem ekki við öðru að búast frá Mayo klínikinu en að frá þeim kæmi bók um hjartað sem að væri allt í senn. Fræðandi, vel uppsett, myndræn og gefur áhugamanni góða innsýn inn í hjartað, sjúkdóma og hvað sé til ráða. Frábær bók.

The wheel of life. Höfundur: Elisabeth Kübler-Ross
Ótrúlega skemmtileg bók um alveg ótrúlega áhugaverða manneskju. Elisabeth Kübler-Ross hefur rannsakað dauðann og stutt ótrúlegan fjölda barna og fullorðinna að glíma við dauðann. Í þessari bók horfist hún í augu við eigin endalok og leggur áherslu á að við eigum að lifa lífinu lifandi. Frábær og holl lesning, einstök saga sem virkilega hreyfir við manni.   

-Auglýsing-
-Auglýsing-

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-