-Auglýsing-

Með falskt landvistarleyfi

Filippseyingur, sem dvalið hefur hér á landi í þrjú ár, hefur verið vísað úr landi þar sem umsóknargögn hans voru fölsuð. Hann gekkst nýlega undir brjóstholsaðgerð og á erfitt með löng ferðalög eins og stendur. Hann segist ekki vita að gögnin séu fölsk.

Maðurinn, Ariel Dangca Dela Pena, kom hingað til lands fyrir þremur árum. Hann kom til að vinna fyrir sjúkrakostnaði dóttur sinnar. Hún er níu ára og berst við heilaæxli í Filippseyjum. Þegar kom að því að endurnýja dvalar og atvinnuleyfi Ariels kom í ljós að þau gögn sem hann lagði fram upphaflega voru fölsuð.

Hann segir að fyrrverandi sambýliskona sín hafi séð um samskiptin við Útlendingastofnun. Í útlendingalögum er ákvæði þess efnis að heimilt sé að afturkalla dvalarleyfi sé það gefið út á röngum forsendum. Þá er réttarstaða útlendingsins eins og hann hafi aldrei fengið útgefið dvalarleyfi hér á landi.
Ariel verður gefið færi á því að jafna sig eftir aðgerðina en að þeim tíma liðnum þarf hann að fara út fyrir Schengensvæðið og sækja um upp á nýtt.
Nokkur tilfelli hafa komið upp síðustu ár og eflaust séu fleiri útlendingar starfandi hér á grundvelli falsaðra gagna. Tekið sé á öllum málum um leið og þau koma upp.

Sjá umfjöllun fréttastofu sjónvarps um málið hér

www.ruv.is 10.07.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-