-Auglýsing-

Málþing um öryggi sjúklinga 8. febrúar næstkomandi

Málþing um öryggi í sjúklinga verður haldið á vegum Landlæknisembættisins 8. febrúar 2007, kl. 8.30 – 11.30 á Hótel Nordica.

Aðalfyrirlesari verður Sir Liam Donaldson, landlæknir Breta og framkvæmdastjóri verkefnis á vegum Alþjóða-heilbrigðismálastofnunarinnar er snýr að öryggi sjúklinga.
 Sir Liam er mjög þekktur fyrir störf sín á þessu sviði og hefur hlotið aðalsnafnbót vegna þeirra. Hann er áhrifamikill fyrirlesari og er Landlæknisembættinu mikill heiður að því að fá hann til landsins.

 Málþingið er ætlað heilbrigðisstarfsfólki og þeim sem áhuga hafa á öryggi í heilbrigðisþjónustu. Athygli er vakin á því að málþingið fer fram á ensku.

Vegna skipulagningar er mikilvægt að skrá sig til þátttöku í málþinginu. Vinsamlegast sendið tölvupóst á netfangið hrefna@landlaeknir.is fyrir 7. febrúar næstkomandi.
Ekkert þátttökugjald.

Landlæknir

 

- Auglýsing-

 

 

 

 

-Auglýsing-
-Auglýsing-

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-