-Auglýsing-

Mál um líffæragjafir lagt fyrir Alþingi

Lagt hefur verið fram á Alþingi mál um að í ökuskírteinum einstaklinga skuli koma fram upplýsingar um það hvort viðkomandi vilji gefa líffæri sín.

Ágúst Ólafur Ágústson, varaformaður Samfylkingarinnar er fyrsti flutningsmaður málsins.

Í tilkynningu frá Ágústi segir að með þessu móti verði upplýsingar um vilja til líffæragjafa sem aðgengilegastar. Er þessi leið meðal annars farin í Bandaríkjunum.

Í tilkynningunni segir enn fremur að mikill skortur sé á líffæragjöfum á Íslandi en einungis helmingur þeirra sem fara á biðlista eftir lífærum fái þau. Á Vesturlöndum deyja nú fleiri sjúklingar sem bíða líffæragjafar en þeir sem fá líffæri. Fram til ársins 1991 gátu Íslendingar einungis þegið líffæri frá öðrum þjóðum en ekki lagt þau til sjálfir samkvæmt lögum. Síðan þá hefur það verið borið undir ættingja hins látna hvort af líffæragjöf verði. Í 40% tilfella hafna ættingjar slíkri gjöf.

Fréttablaðið 13.03.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-