-Auglýsing-

Lýsi gott fyrir þá sem eru með greindan hjarta eða æðasjúkdóm

Sýnt hefur verið fram á gagnsemi lýsis fyrir þá sem eru með greindan hjarta eða æðasjúkdóm.

Á dögunum birtust fréttir af rannsókn þar sem kom fram að lýsi gæti hugsanlega aukið hættu á gáttatifi og heilablóðfalli en þó eingöngu þegar fólk er ekki með greindan hjarta eða æðasjúkdóm fyrir.

Á hinn bóg­inn leiddi rann­sókn­in í ljós að fólk sem var með greindan hjarta­ eða æðsjúkdóm í upp­hafi rann­sókn­ar­inn­ar, en tók reglu­lega lýsi, var í 15% minni hættu á að fá hjarta­áfall í kjöl­far gáttatifs og í 9% minni hættu á að láta lífið vegna hjarta­bil­un­ar. 

-Auglýsing-

Á mbl.is er haft eftir Dr. Arn­ari Hall­dórs­syni, fram­kvæmda­stjóri gæðadeild­ar hjá Lýsi hf., að vís­inda­greinin sem birt­ist í liðinni viku, þar sem meðal ann­ars koma fram mögu­leg nei­kvæð áhrif neyslu bæti­efna úr fiski­ol­íu á borð við lýsi, ein­ung­is vera dropa í haf­sjó rann­sókna og vís­inda­greina sem sýni fram á já­kvæð áhrif lýs­is á hjarta- og æðasjúk­dóma.

Hann bend­ir á að í grein­inni komi bæði fram já­kvæð og nei­kvæð áhrif af neyslu á omega-3-fitu­sýr­um. Þar komi einnig fram að nauðsyn­legt sé að fram­kvæma frek­ari rann­sókn­ir til þess að staðfesta niður­stöðurn­ar.

- Auglýsing-

Ein rannsókn hefur lítið vægi

„Þessi grein set­ur okk­ur í Lýsi ekki úr jafn­vægi. Það er til svo óend­an­lega mikið af niður­stöðum sem styðja já­kvæð áhrif lýs­is. Það er vara­samt að al­hæfa aðeins út frá einni grein sem þyrfti að styðja með mikið fleiri rann­sókn­um eins og kem­ur fram í grein­inni sjálfri,“ seg­ir Arn­ar í sam­tali við Morg­un­blaðið. Hann bæt­ir við að já­kvæð áhrif omega-3-fitu­sýr­anna EPA og DHA hafi fyr­ir löngu verið staðfest með tug­um þúsund vís­inda­greina og rann­sókna.

Omega-3 hefur staðfest jákvæð áhrif

Arn­ar tek­ur fram eina slíka heilsu­full­yrðingu sem seg­ir að vör­ur sem inni­halda EPA og DHA hafi já­kvæð áhrif á hjart­a­starf­semi. Sú full­yrðing sé staðfest af Evr­ópu­sam­band­inu.

„Ýmsar já­kvæðar heilsu­full­yrðing­ar omega-3, þar á meðal já­kvæð áhrif á hjart­a­starf­semi, eru staðfest­ar af Mat­væla­stofn­un Evr­ópu, EFA. Ég tel afar ólík­legt að þessi staka vís­inda­grein muni breyta nokkru,“ seg­ir Arn­ar. Þar að auki eru já­kvæð áhrif omega-3 nýtt sem virkt efni í lyf gegn hjarta- og æðasjúk­dóm­um í mörg­um lönd­um, þar á meðal í Banda­ríkj­un­um og í Jap­an.

Að lokum

Eins og bent er á þá þarfnast málið frekari rannsókna við en óhætt er að fullyrða að þeir sem eru nú þegar með greindan hjarta eða æðasjúkdóm geta óhræddir haldið áfram að taka sitt lýsi. Auk þess er rétt að nefna að best er að ná sem mestu af Omega-3 beint úr fæðunni.

Björn Ófeigs.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-