KYNNING. Það er óhætt að fullyrða að í gegnum aldirnar hefur íslenska ullin gegnt stóru hlutverki í því að þjóðin hefur lifað af hörmungar í kulda og trekki.
Það er þess vegna sérlega gleðilegt að kynna sængur gerðar úr íslenskri ull sem stuðla að betri svefni þannig að hann verði ljúfur og endurnærandi. Lykilatriði fyrir góða hjartaheilsu.
Af hverju ættir þú að sofa með Íslenska ull?
Rannsóknir sýna að ullarvörur bæta svefninn. Íslenska ullin hefur þann eiginleika að halda einstöku raka- og hitajafnvægi. Þess vegna svitnar fólk síður undir íslenskri ull.
Notarleg vörulína frá Lopidraumur
Lopidraumur er notaleg vörulína frá Ístex sem er unnin úr 100% íslenskri ull sem kemur beint frá íslenskum bændum. Ístex kaupir alla ullina frá bændum og er hún þvegin í þvottastöð Ístex á Blönduósi. Draumalínan samanstendur af íslenskum ullarsængum, koddum og yfirdýnum. Áklæðið á vörunum er hágæða bómull. Vörurnar eru léttar og viðhalda þægilegu og réttu rakastigi.
Í dag er mun meiri vitundavakning um að nota hreinar og sjálfbærar vörur, Lopidraumur leggur ríka áherslu á að bjóða upp á umhverfisvænar vörur úr náttúrulegum efnum. Til að mynda eru vörurnar frá Lopidraumur vottaðar STANDARD 100 by OEKO-TEX®. Það þýðir að það eru engin kemísk efni notuð í framleiðslu. Vörurnar hafa reynst fólki sem er haldið ofnæmi, astma og gigt mjög vel. Hér ertu með náttúrulega vöru nálægt þér sem skiptir sköpum þegar við verjum þriðjungi ævinnar í svefn.
Má þvo vörurnar?
Vörurnar frá Lopidraumur mega fara í þvott og þurrkara á lágan hita. Búið er að meðhöndla ullina þannig að hún þófnar ekki!
Verður manni ekki of heitt að sofa með ullarsæng?
Ullin er temprandi þannig að manni er alltaf mátulega hlýtt og aldrei of heitt. Svo er ullin í vörunum kemd þannig að meira loftrými myndast milli þráðanna sem gefur einstaka einangrun. Vörurnar eru léttar og anda vel.
Það er því óhætt að fullyrða að hér sé áhugaverð vara á ferðinni sem gæti komið mörgum vel jafnt á sumri sem vetri.
Góða nótt.
Nánari upplýsingar á https://lopidraumur.is/
Pistillinn er unnin í samvinnu við Ístex/Lopidraumur