-Auglýsing-

Lögum um líffæragjafir breytt?

Bresk stjórnvöld hyggjast breyta lögum um líffæragjafir á þann veg að gert verður ráð fyrir samþykki látinna fyrir líffæratöku nema skýr neitun liggi fyrir.

Á morgun gefur vinnuhópur stjórnvalda um líffæragjafir út skýrslu sína þar sem þessar tillögur er meðal annars að finna. Gordon Brown, forsætisráðherra, vakti hins vegar máls á þeim í grein í Sunday Telegraph í gær þar sem hann sagði að ætlað samþykki látinna við líffæragjafir gæti skipt sköpum .

Rétt eins og á Íslandi verður fólk að hafa látið vilja sinn um líffæragjafir i ljós með skýrum hætti fyrir andlátið en verði lögunum breytt verða allir ætlaðir líffæragjafar nema annað sé sérstaklega tekið fram.

Slíkt kerfi er þegar við lýði í nokkrum Evrópulöndum, til dæmis  á Spáni, og þykir hafa gefist ágætlega.

Rúmlega 8000 manns í Bretlandi bíða eftir að fá grætt í sig líffæri og fer sá hópur sífellt stækkandi. Meðferð þeirra getur verið kostnaðarsöm á meðan ígræðsla er talin borga sig á fáeinum árum. Skortur á líffæragjöfum takmarkar fjölda aðgerða.

Brown, sem er sjálfur á skrá yfir líffæragjafa, kallaði eftir aukinni umræðu um málið og ef marka má fjölmiðla virðast hugmyndir hans falla í nokkuð frjóan jarðveg. Þannig bendir talsmaður Frjálslyndra demókrata í þessum efnum á í samtali við BBC að yfir þúsund manns deyi á ári af því að þeir fái ekki líffæri.

- Auglýsing-

Þá sé einn af kostunum við ætlað samþykki sá að ekki þarf að láta ástvini hins látna taka ákvörðun um líffæragjöf á svo erfiðum tíma. Aðrir hafa varað við hugmyndunum og  segja það ekki hlutverk ríkisins að ákveða hvað verður um líkama fólks að því látnu.

Tengill á umfjöllun í fréttatíma sjónvarps 14.01.2008

www.ruv.is 14.01.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-