-Auglýsing-

Líkamsræktarfólk helstu neytendur efidríns

Þeir sem stunda líkamsrækt eru helstu neytendur efidríns en Tollgæslan í Reykjavík lagði hald á tvö hundruð og fjörtíu þúsund ólöglegar efidríntöflur í venjulegri vörusendingu nú rétt fyrir helgi. Þetta er mesta magn efidríns sem lagt hefur verið hald á hér á landi.
Rannsókn málsins er á algjöru frumstigi og ekki er búið að handtaka neinn eða yfirheyra. Um var að ræða venjulega póstsendingu á vegum fyrirtækis og innihaldið merkt. Grunur lék hins vegar á að merking væri ekki í samræmi við innihaldið og að efnagreiningu lokinni kom í ljós að um var að ræða örvandi efnið efidrín í bland við koffein.

Efidrín er örvandi lyf sem hefur áhrif á miðtaugakerfið og er náskylt amfetamíni. Efidrín hefur verið notað sem megrunarlyf og mátti finna í fæðubótarefnum í þeim tilgangi að grenna og brenna en efnið örvar hjartsláttinn og eykur súrefnisupptöku. Lyfið var bannað hér á landi fyrir nokkrum árum en er enn til í töfluformi sem undanþágulyf til að auka súrefnisupptöku við ofþreytu. Skúli Skúlason lyfjafræðingur hjá Lyfjaráði ÍSÍ segir að notkunin hafi lítið sem ekkert mælst innan skipulögðu íþróttahreyfingarinnar. Notkunin sé hjá öðrum hópi.

Aðspurður um helstu hættur við neyslu efidríns segir Skúli að í Bandaríkjunum megi rekja fjölmörg dauðsföll til neyslu efnisins sem og hjartaáföll.

Grunur leikur á að Efidrín sé líka notað við framleiðslu á Medamfetamíni en samkvæmt upplýsingum Fréttastofu sækja fíklar ekki í efidrín. Neytendur efnisins séu frekar venjulegt fólk sem stundi líkamsræktarstöðvar og skemmtistaði.

Frétt af visir.is

-Auglýsing-
-Auglýsing-

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-