-Auglýsing-

Líkaminn fastar á nóttunni

MorgunverðurÞað er óhætt að segja að það séu mörg sjónarhorn á lofti þegar kemur að mataræði.

Í síðustu viku var sýnd heimildarmynd um 5:2 mataræðið og við sögðum frá því hér á hjartalif.is en þessi tegund mataræðis hefur notið mikilla vinsælda á síðustu mánuðum.

Það var því fróðleg að hlusta á vikulegan pistil Dr. Önnu Sigríðar Ólafsdóttur Dósents og næringarfræðings í Morgunútvarpinu þar sem meðal annars 5:2 mataræðið bar á góma auk þess sem hún fór yfir sviðið og máltíðirnar; vægi morgunmatar, hádegismatar og kvöldmatar og hvað líkaminn þarf til að fá nauðsynlega hvíld en jafnframt næga orku.

Á nóttunni “fastar” líkaminn og sú hvíld er nauðsynleg, segir Anna Sigríður en mikið er rætt um kúra þar sem fólk fastar, lengur eða skemur. Hún segir að sýnt hafi verið fram á að morgunmaturinn, þótt lítill sé, sé lykilatriði til að hafa góða einbeitingu. Þá sé mikilvægt að fólk átti sig á dægursveiflum og stilli matartímum meira í takt við þær – dægursveiflunum sem séu árstíðabundnar. Þá leggur hún til að kvöldmatartími fjölskyldna sé jafnvel fyrr á kvöldin en nú er.

Hér má heyra viðtalið við Önnu Sigríði í heild sinni

Tengt efni :

- Auglýsing-

Borðið, fastið og lifið lengur

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-