-Auglýsing-

Lífsgleðin er besta hjartalyfið

Andleg líðan hefur ekki síður áhrif á hjartað en lífsstíll, eins og hreyfing, mataræði og reykingar. Á haustgöngu með hjarta- og lyflækninum Hróbjarti Darra fékk Kristín Heiða Kristinsdóttir að vita allt um nauðsyn gleðinnar fyrir hjartað.
 
Mörgum veitist erfitt að standa undir öllum kröfunum um heilbrigðan lífsstíl. Næga hreyfingu, hollt mataræði, reykingastopp, að halda kjörþyngd, lifa við hæfilegt stress og fleira í þeim dúr. Auk þess er meiningin að þú njótir líka lífsins. Íslendingar lifa annasömu lífi og oft undir miklu álagi. Það er náttúrulega ekki til nein einföld lausn á því hvernig á að tileinka sér betri lífsstíl. Allar góðar venjur eru vissuleg mikilvægar fyrir heilsuna en það er lífsgleðin líka,” segir Hróbjartur Darri Karlsson hjartalæknir sem á morgun heldur erindi í Salnum í Kópavogi um hjörtun sem slá í brjóstum mannfólksins, í tilefni af Alþjóðlega hjartadeginum sem er næstkomandi sunnudag.

“Á síðustu áratugum hefur aukin áhersla verið lögð á að rannsaka tengsl andlegrar líðanar og áhættu á að þróa með sér hjartasjúkdóma og aðra kvilla. Komið hefur í ljós að tengslin þarna á milli eru mun sterkari en áður var talið. Það eitt að líta ungum, björtum augum til framtíðarinnar og vænta þess að þér takast vel til með þau markmið sem þú setur þér, getur aukið lífslíkurnar um mörg ár. Þetta kemur þeim ef til vill ekki mikið á óvart sem hafa lifað heila ævi, en það er mjög athyglivert að hægt sé að sýna fram á þetta í vísindalegum rannsóknum.”

Vissir persónuleikaþættir auka áhættu

Hróbjartur segir að persónuleiki manna geti haft mikil áhrif á þróun hjartasjúkdóma, sem og annarra sjúkdóma. “Það bendir margt til þess að vissir persónuleikaþættir geti við ákveðnar aðstæður haft jafnmikil áhrif á að auka áhættu á kransæðasjúkdómum og reykingar og slæmur lífsstíll. Eins hefur komið fram aukin áhætta á krabbameini og öðrum sjúkdómum hjá þeim sem hafa ákveðna persónuleikaþætti.”

Létt að gefa góð ráð

“Um fimmtíu prósent allra dauðsfalla á Íslandi stafa af hjarta- og æðasjúkdómum.

Karlar eru í meiri hættu en konur, því þær eru verndaðar frá náttúrunnar hendi fram að breytingaskeiði en eftir það ná þær körlunum fljótlega í áhættunni.

Dánartíðni vegna hjartasjúkdóma almennt hefur lækkað á undanförnum árum. Enda hefur lífstíll Íslendinga batnað seinustu árin og má þar nefna minnkandi reykingar. Einnig hefur læknisfræðinni fleygt fram og okkur tekst nú að bjarga lífi mun fleiri sjúklinga sem fá hjartaáfall, en fyrir tíu árum. Ný lyf eru komin á markaðinn sem verja menn að nokkru fyrir kransæðasjúkdómum og/eða hægja á þróun þeirra. En þrátt fyrir allar framfarir eru reykleysi og góð hreyfing grunnur þess að halda heilsu.

Góðar lífsvenjur eru nokkuð sem maður lærir en fæðist ekki með. Eitt af mikilvægustu uppeldisverkefnum foreldra er að kenna börnum sínum vænlegar venjur til að vernda og viðhalda heilsunni. Eins eru fræðsla og áróður fyrir bættum lífsstíl þjóðarinnar mjög mikilvæg. Enn er lítið hægt að laga skemmd hjörtu og sennilega nokkuð langt þar til það tekst að einhverju marki. Við eigum bara þetta eina hjarta og því er ábyrgð okkar mikil.”

- Auglýsing-

khk@mbl.is

Morgunblaðið 26.09.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-