-Auglýsing-

Líffæraþegum hefur vegnað vel

AðgerðÞað er óhætt að fullyrða að fáar gjafir jafnast á við líffæragjafir. Jafnframt er það merkilegt að einn gjafari getur jafnvel bjargað lífi allt að sex einstaklinga og það er ekki lítið. Morgunblaðið birtir í dag úttekt sem Runólfur Pálsson tók saman um málið.

Íslenskir sjúklingar hafa þegið 97 líffæri úr látnum gjöfum frá árinu 2004 til ársloka 2013. Um er að ræða 10 hjörtu, 41 nýra, 28 lifrar, 13 lungu og 5 bris. Yfir sama tímabil hafa líffæraígræðslur frá lifandi gjöfum í íslenska sjúklinga verið 79; 70 nýru sem voru grædd í líffæraþegana á Landspítalanum, 6 nýru og 3 lifrar sem voru græddar í erlendis.

-Auglýsing-

Þetta kemur fram í nýjum tölum sem Runólfur Pálsson, yfirlæknir nýrnalækninga á Landspítalanum, tók saman fyrir Alþingi um líffæraígræðslur og líffæragjafir Íslendinga. Alþingi fjallar nú um nýja tilskipun ESB um kröfur varðandi gæði og öryggi líffæra úr mönnum sem eru ætluð til ígræðslu. Runólfur telur að þessi nýja tilskipun breyti litlu hér á landi, enda snýr hún að auknu gegnsæi umsýslu í líffæraflutningum og ígræðslu. Helst yrði þetta hvatning til að vera með miðlæga stjórnsýslu í þessum efnum en það sé m.a. tilgangurinn með nýstofnuðum samráðshópi landlæknis um líffæragjafir.

345 líffæraígræðslur

Líffæri hafa verið gefin úr 18 látnum einstaklingum á Íslandi frá 2008 til ársloka 2013. Þeir gáfu tíu hjörtu, 36 nýru, 14 lifrar, 10 lungu og þrjú bris. Yfir sama tímabil hefur líffæragjöf verið synjað níu sinnum hjá mögulegum gjöfum.

Frá 1970 til ársloka 2013 hafa 307 íslenskir sjúklingar gengið undir líffæraígræðslu, sumir oftar en einu sinni en ígræðslurnar telja 345. Árangurinn af líffæraígræðslunum virðist vera góður eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan. „Margar af þessum ígræðslum áttu sér stað fyrir allmörgum árum síðan. Fyrsti Íslendingurinn gekkst undir hjarta- og lungnaígræðslu árið 1988 og hann er ennþá í fullu fjöri.

Árið 1970 fékk fyrsti Íslendingurinn ígrætt nýra, en það er jafnframt fyrsta líffæraígræðsla í Íslending, og það nýra starfar ágætlega enn þann dag í dag,“ segir Runólfur. Líffæri sem eru gefin hér fara til Gautaborgar og þá fá Íslendingar líffæri gefins þaðan. „Síðustu ár höfum við ekki verið að gefa eins mikið og við höfum fengið, t.d. af nýrum, frá Gautaborg. Tíðni líffæraígræðslna er að aukast, ekki síst nýrna en það er m.a vegna aukningar á sjúkdómum eins og sykursýki og svo endist ígræðslulíffæri ekki nema í ákveðinn tíma,“ segir Runólfur.

- Auglýsing-

Ísland er með langhæsta hlutfall af nýrnaígræðslum frá lifandi gjöfum en með fá líffæri frá látnum gjöfum. Noregur er með hæsta hlutfall látinna gjafa, eða um 24 af hverri milljón íbúa, í Svíþjóð er tíðnin 16 af milljón og hér á landi rétt um 10 af milljón sem gefa líffæri sín eftir andlátið.

 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-