-Auglýsing-

Líffæraþegarnir mættir til Durban

478324 177876125722749 775978563 oLíffæraþegarnir Íslensku eru nú komnir til Durban í Suður-Afríku en heimsleikar líffæraþega hefjast þar á mánudaginn.

Það eru þau Kjartan Birgisson, hjartaþegi og Björn Magnússon og Laufey Rut Ármannsdóttir sem bæði hafa þegið nýra sem keppa fyrir Íslands hönd.

Ekki gekk þó ferðalagið sem tók 30 tíma alveg áfallalaust þar sem golfsett þeirra Björns og Kjartans urðu eftir í Jóhannesarborg og ekki liggur ljóst fyrir á hvaða ferðalagi þau eru.

Kjartan sagði að hann vonaðist þó til þess að þau myndu skila sér í tæka tíð.

Markmið leikanna er að vekja athygli á líffæragjöfum og hverju þær breyta fyrir fólk sem annars væri rúmfast eða jafnvel látið, hefði það ekki fengið líffæri. Leikarnir eru haldnir annað hvert ár.

Björn mun keppa í golfi, Laufey Rut í hlaupum og Kjartan mun keppa í báðum greinunum, ásamt því reyna fyrir sér á badmintonvellinum.

- Auglýsing-

Tengt efni : Viðtal við keppendur áður en haldið var af stað.

-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-