-Auglýsing-

Lést tveim dögum eftir að hafa verið sendur heim af Læknavaktinni

Maður með brjóstverkÞað má vera að það geti stundum verið vandkvæðum bundið að greina hjartavandræði eða kransæðaþrengingar. Það verður þó að segjast eins og er að alltof oft fáum við fregnir af sjúklingum sem leita eftir þjónustu en eru síðan sendir heim, að því er talið er með lítilsháttar krankleika.

Því miður er það svo að í sumum tilfellum leiðir þessi ranga greining stundum til dauðsfalla og það er óásættanlegt. Heilbrigðiskerfið okkar er brothætt en það er lágmarkskrafa að áður en fólk er sent heim sé það sem geti hreinlega verið lífshættulegt útilokað.

Óhappatilvik verða alltaf en kerfinu virðist algjörlega fyrirmunað að meðhöndla slík mál þannig að sómi sé af. Tilhneiging er til þöggunar eða þumbaragangs til að gera þolendum eða aðstandendum lífið leitt og afar torsótt er að sækja rétt sinn.

Methúsalem Þórisson veitingamaður á Café Haiti lést úr hjartaáfalli á heimili sínu þann 14. júní síðastliðinn. Að því er segir í DV í dag fór hann tveimur dögum áður á Læknavaktina á Smáratorgi en Þá hafði hann verið mjög slappur í þrjá daga og kvartað undan verkjum aftan í hálsi sem leiddu niður í öxl. Læknirinn tjáði honum að þeir stöfuðu af þreytu og sendi hann heim með lyfseðil fyrir verkjalyfjum. Þetta segir Elda Thorisson-Faurelien, eiginkona hans.

Afgreitt sem þreyta

„Hann byrjaði að finna til á mánudeginum. Þá kvartaði hann undan því að vera hálf þreyttur og slappur,“ segir Elda, sem á augsýnilega í miklum erfiðleikum með að tala um málið enda enn yfirkomin af sorg, en heldur áfram: „Hann var ekki mjög mikið veikur en samt með einhvern verk aftan í hálsi, sem leiddi niður í öxlina. Á miðvikudaginn sagðist hann vera orðinn verri og ákvað því að fara á Læknavaktina um kvöldið. Læknirinn sagði honum að þetta væri að öllum líkindum einungis afleiðing af þreytu og streitu og sendi hann heim með lyfseðil.“ Segir í DV

- Auglýsing-

Fjöldi atvika

Talið er að allt að 2500 atvik þar sem eitthvað fer úrskeiðis eigi sér stað innan heilbrigðiskerfisins á ári hverju. Talið er að hægt væri að koma í veg fyrir 1000 þessara atvika með betri verkferlum, 500 manns verði fyrir varanlegum skaða og allt að 250 manns látist árlega af völdum mistaka eða óhappatilvika.

Viðtal við ekkju Methúsalems í heild sinni er að finna í DV í dag.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-