-Auglýsing-

Leita þarf nýrra lausna

Athyglisvert viðtal birtist í Morgunblaðinu í morgun við Róbert Wessman stjórnarformann Salt Invest og fyrrum forstjóra Actavis. Hugmyndir hans um samstarf við Mayo Clinic í Bandaríkjunum eru allrar athygli verðar og þá ekki síst þær hugmyndir sem snerta þann þátt sem snýr að hjartanu en í lok viðtalsins talar Róbert um samstarfið við Mayo Clinic og britist hér brot úr viðtalinu.

Samstarfið við Mayo Clinic
Lyfjafyrirtæki og leiðir að lausn efnahagsvandans eru ekki einu verkefnin sem unnið er að í Salt Investments. Heilbrigði er Róberti ofarlega í huga og í fyrirtækinu hefur lengi verið unnið að því að fá til samstarfs leiðandi heilbrigðisstofnun í Bandaríkjunum, Mayo Clinic. „Þessi stofnun hefur unnið svona verkefni með stórum hópi sinna starfsmanna, það er að nálgast heilbrigði á annan hátt; ekki lækna sjúkdóma heldur koma í veg fyrir þá,“ segir Róbert og útskýrir að það sé gert með því að fylgjast með fjölskyldum löngu áður en sjúkdómar gera vart við sig. Unnið er þannig með hvern einstakling og skoðað hverjir helstu áhættuþættir hans eru. Mayo Clinic hefur, að sögn Róberts, með því að vinna fyrirbyggjandi starf með einstaklinga og þannig minnka líkur meðal annars á hjartasjúkdómum og minnka þörf fyrir lyfjagjöf, sýnt fram á að slík nálgun er ódýrari heldur en að takast á við sjúkdóminn þegar hann er orðinn staðreynd. „Þetta er í raun alveg öfugt við sjúkdómavæðinguna, þetta er heilsuvæðing, það er unnið með einstaklinginn út frá því að hann sé heilbrigður,“ segir hann. Markmiðið með umræddri rannsókn er að kanna hvort hægt sé að beita nýjum aðferðum í heilbrigðiskerfinu til að auka enn frekar lífslíkur, heilbrigði einstaklinganna og lækka kostnað við heilbrigðiskerfið. Ef, í framhaldi af rannsóknum Mayo Clinic, ákveðið verður að vinna eftir þessum forsendum á heimsvísu segir Róbert ljóst að fram þurfi að koma nýtt nám í læknisfræðinni til að læknar geti unnið með fólki út frá þessari hugsun. „Við horfum núna til þess að vinna með Mayo í þessari tveggja ára rannsókn. Við buðum í rauninni upp á að prófa þetta í samfélagi og prófa hópa í ákveðnu prógrammi, sem hefur verið þróað, og hins vegar hópa sem ganga bara til sinna daglegu venja. Á tveimur árum verður, út frá ákveðnum mælingum, vonandi hægt að sýna fram á að það er marktækur munur á hópunum,“ segir Róbert og bætir við að þátttakan í þessari rannsókn yrði gríðarlegur heiður fyrir Ísland. „Við vorum valin úr 70 manna hópi, sem í voru m.a. heilbrigðisstofnanir í Evrópu. Það er gaman að vera í þeirri stöðu að Ísland verði líklega fyrir valinu.“
Róbert sér fyrir sér víðtækt samstarf við Háskólann í Reykjavík og jafnvel Háskóla Íslands, lækna og heilbrigðisstarfsfólk.
Innan fyrirtækisins hefur verið skoðað hvort hægt verður að flytja erlenda sjúklinga til Íslands og nýta þá aðstöðu sem er til staðar. „Aðstaðan á Keflavíkurflugvelli er góð sem og nýjar skurðstofur í Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þar er öll aðstaða framúrskarandi. Ég var spurður á sínum tíma: hvað svo? Með samstarfi við Mayo Clinic getum við fengið bestu lækna í samstarf við okkur til að markaðssetja Ísland þannig að hægt verði að senda sjúklinga hingað í aðgerðir þegar fram líða stundir,“ segir Róbert og nefnir sem dæmi liðskiptaaðgerðir og offituaðgerðir. Hann metur það svo eftir samstarfið við Mayo Clinic og með innflutningi á sjúklingum til Íslands.

Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu þessa máls og viðbrögðum ráðamanna þjóðarinnar við þessum hugmyndum Róberts. 

Viðtalið í heild sinni má lesa í Morgunblaðinu.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Fyrri grein
Næsta grein
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-