-Auglýsing-

Hjartagáttin

Opnuð hefur verið upplýsingasíða fyrir foreldra barna með hjartagalla og ber hún nafnið hjartagáttin. Hjartagáttin er í samstarfi neistan sem er styrktarfélag hjartveikra barna. Þetta er aldeilis frábært framtak og á síðunni segir meðal annars.  

Hjartagáttin er vefgátt, sem hefur þann megintilgang að fræða og undirbúa foreldra sem þurfa að fara með börn sín í hjartaaðgerð.  Við sem stöndum að Hjartagáttinni eigum öll hjartabörn sjálf, sem farið hafa í aðgerð til Boston, eina eða fleiri.  Öll lifa þessi börn heilbrigðu og góðu lífi í dag. 
 
Við þekkjum hremmingarnar sem fylgja því að þurfa að fylgja barni sínu í hjartaaðgerð (og gleðina sem fylgir á eftir).  Þess vegna er okkur í mun að létta álagið og draga úr óvissunni og óörygginu sem fylgir aðgerðunum. 
 
Hér söfnum við því saman öllum þeim upplýsingum sem við höldum að komi að gagni við að gera sig kláran og fara í gegnum aðgerðarferlið.  Flest getum við sagt að þetta hafi verið  minna mál en við héldum og það er einlæg von okkar að Hjartagáttin hjálpi sem flestum hjartaforeldrum að taka undir það.
 
Þar sem síðan er fyrst og fremst samtíningur á upplýsingum ásamt eigin skrifum, byggðum á reynslu okkar sem hjartaforeldrar,  kunna einhver atriði að vera ónákvæm og upplýsingarnar eru birtar án ábyrgðar. Allar ábendingar um það sem betur mætti fara eru hins vegar vel þegnar, en þær má senda á hjartagattin@gmail.com.

Vefslóðin á hjartagáttina er http://hjartagattin.neistinn.is/

Enn og aftur innilega til hamingju með þetta frábæra framtak.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-