-Auglýsing-

Lárpera (Avocado) og hjartað

Lárpera (Avocado)

Að mati sérfræðinga fellur Lárperan eða Avocado í flokk með hollustu matvælum heims. Lárpera inniheldur hjartvænar fitur, getur hjálpað við þyngdarstjórnun, blóðsykurinn og kólesterólgildin.

Niðurstöður NHANES í Bandaríkjunum, samtaka sem rannsaka og innihaldsgreina matvæli og annað matarkyns sýna fram á að dagleg neysla lárperunnar hefur góð áhrif á líkamann. Ávöxturinn er stútfullur af trefjum, próteinum og einómettuðum ómega 3-fitusýrum sem eru hollar fitusýrur. Þá inniheldur hann B-vítamín, svo sem fólínsýru, og A-, C-, E- og K-vítamín. Einnig finnast í lárperunni kopar, járn, fosfór, magnesíum og kalíum.

-Auglýsing-

Þessi fituríki ávöxtur smyr líkamann að innan auk þess sem hann hjálpar til við liðagigt og parkinsonssjúkdóm en einnig vinnur hann gegn hjartasjúkdómum og krabbameini. Einnig er rétt að nefna að rannsóknir hafa sýnt verulega lækkun á heildarkólesteróli með neyslu Lárperunnar.

- Auglýsing-

Björn Ófeigs.

Heimild Mercola:

How Avocado Can Help Improve Your Cholesterol, Heart, and Brain Health

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-