-Auglýsing-

Langur vinnutími hækkar dánartíðni

Á sjúkrahúsum þar sem hjúkrunarfræðingar vinna langa vinnudaga og hvílast illa er meiri hætta á að sjúklingar látist samkvæmt amerískri rannsókn.

Rannsóknin sem birt er í tímaritinu Nursing Research samanstendur af samanburði á vinnu og vaktaplani 633 hjúkrunarfræðinga sem valdir voru af handahófi á 71 bráðasjúkrahúsi í Bandaríkjunum og svo hinsvegar dánartíðni sjúklinga á viðkomandi vinnustað.

-Auglýsing-

Niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós að meiri líkur væru á að sjúklingar með lungnasýkingar létust á þeim sjúkrahúsum þar sem hjúkrunarfræðingar unnu langar vaktir.

Í ljós kom sterk fylgni við hærri dánartíðni þeirra sem létust af hjartaáföllum ef hjúkrunarfræðingar höfðu unnið marga daga í röð án þess að taka sér hvíldardag.

Samhengi var á milli dánartíðni sjúklinga með æðagúlp og fjölda frídaga hjúkrunarfræðinga. Einnig kom í ljós hærri dánartíðni hjá sjúklingum með hjartabilun ef hjúkrunarfræðingar mættu veikir til vinnu.

Höfundar rannsóknarinnar benda á  að góð hjúkrun byggi á því að hjúkrunarfræðingar fái næga hvíld og góðan svefn og benda jafnframt á að langar vaktir hafi áhrif á gæði hjúkrunar og auki hættuna á mistökum.

- Auglýsing-

Ástæðu þess að hjúkrunarfræðingar í Bandaríkjunum vinna 12 tíma vaktir má rekja til skorts á hjúkrunarfræðingum á árunum kring um 1980. Margir hjúkrunarfræðingar kjósi hinsvegar að vinna langar vaktir og fá löng frí á milli. Langar vaktir og breytilegur vinnutími leiði hinsvegar oft til svefnvandamála.

Höfundar rannsóknarinnar benda jafnframt á að samhengi sé á milli lengri vinnutíma hjúkrunarfræðinga og styttri vinnutíma hjá læknum þar í landi.

Fréttina í heild sinni má sjá á eftirfarandi slóð
http://www.dagensmedicin.dk//nyheder/2011/01/25/lange-arbejdstider-kan-oge/index.xml

Rannsóknina í heild sinni má hinsvegar sjá á eftirfylgjandi slóð

http://journals.lww.com/nursingresearchonline/Abstract/2011/01000/Nurses__Work_Schedule_Characteristics,_Nurse.1.aspx

Heimild
www.dagensmedicin.dk 25.01.2011

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-