-Auglýsing-

Landspítali í fremstu röð í birtingu vísindagreina

HjartaþræðingTASTE rannsókn um gildi segasogs í meðferð við bráðri kransæðastíflu vekur alþjóðlega athygli.

New England Journal of Medicine, hið virta tímarit í læknisfræði, birtir í nýjasta hefti vísindagrein um rannsókn sem Landspítali tók þátt í ásamt sjúkrahúsum í Svíþjóð og Danmörku. Áður hafði greinin verið aðgengileg á netinu eftir að hún var kynnt á Evrópuþingi hjartalækna í Amsterdam í september 2013. Rannsóknin vakti mikla athygli þar en Þórarinn Guðnason hjartalæknir er einn höfunda greinarinnar.

TASTE rannsóknin (Thrombus Aspiration in ST-Elevation myocardial infarction in Scandinavia study) sýndi að það að soga út blóðsega sem veldur bráðri kransæðastíflu áður en tafalaus kransæðavíkkun er framkvæmd lækkar ekki 30 daga dánartíðni samanborið við
einungis kransæðavíkkun á hefðbundinn hátt.

Rannsóknin er sú stærsta sem birst hefur um gagnsemi segasogleggja í bráðri kransæðastíflu og þáttakendur í henni voru fleiri en í öllum þeim rannsóknum sem birst hafa um þetta efni áður samanlagt. Í henni var 7.244 sjúklingum sem komu inn með bráða kransæðastíflu með ST hækkun slembiraðað í tvo meðferðararma.

Annars vegar venjubundna bráða kransæðavíkkun en hins vegar að soga út blóðtappann úr kransæðinni með soglegg á undan hefðbundinni kransæðavíkkun. Dánartíðni við 30 daga var skoðuð auk nokkurra fleiri þátta svo sem endurinnlagnir vegna nýrrar kransæðastíflu og tíðni fylgikvilla.

Sænska gæðaskráin – Swedish Coronary Angiography and Angioplasty Registry (SCAAR) – var notuð til að halda utan um rannsóknina og slembiraða sjúklingunum í meðferðararmana. Sú aðferð við að framkvæma slemiraðaðar fjölsetrarannsóknir vakti einnig mikla athygli enda um nýja gerð vísindarannsókna að ræða. Sér grein birtist í New England Journal of Medicine sem fjallaði sérstaklega um þessa nýju rannsóknaraðferð.

- Auglýsing-

Rannsakendur benda á að það virðist ekki hættulegt að beita segasogi í bráðri kransæðastíflu og að það geti verið tilvik þar sem er verjandi að gera það. Hins vegar ætti ekki að beita þessari meðferð að jafnaði heldur fremur í völdum tilvikum þar sem ætla má að hún geri sérstakt gagn t.d. ef segamagn í hinni lokuðu kransæð er mikið.

Haustið 2014 má búast við fekari niðurstöðum m.a. á dánartíðni sjúklinganna ári eftir víkkun en ekki er útilokað að þá gæti sést marktækur munur milli hópanna.

Ágrip greinarinnar:

http://www.nejm.org/doi/full/10.1056/NEJMoa1308789?query=featured_home

  • Landspítali er í fremstu röð háskólasjúkrahúsa á Norðurlöndum með birtingu vísindatímarita í virtum og viðurkenndum vísindatímaritum, jafnvel þótt ekki sé miðað við höfðatölu.
  • TASTE rannsóknin um kransæðastíflu gæti breytt til þessa viðurkenndum aðferðum í klínískum leiðbeiningum um notkun segasogsleggja.
  • New England Journal of Medicine er mjög virt í heimi læknavísindanna og hafnar yfir 90% aðsendra greina.
  • Læknar á Landspítala eru í TASTE rannsókninni þátttakendur í því að finna upp nýja rannsóknararðferð (Registry based randomised clinical trial) sem kostar aðeins 1-2% af því sem eldri rannsóknaraðferðirnar kosta, þótt að vísu komi aðrar takmarkanir á móti.
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-