-Auglýsing-

14 ára með bjargráð í tvö og hálft ár

Súðavík. Mynd/ Þórður Kristinn Sigurðsson Flestum okkar þætti sennilega nóg um að fá bjargráð á fullorðinsaldri, en dv.is segir frá14 ára stúlku frá Súðavík sem er búinn að vera með bjargráð í tvö og hálft ár.

Mekkín Silfá Karlsdóttir er 14 ára gömul Súðarvíkurmær. Hún hefur farið fjórum sinnum í hjartastopp síðan hún fékk bjargráðinn fyrir tveimur og hálfu ári. Hún var yngsta barn á Íslandi til þess að gangast undir slíka aðgerð. Hún hefur komist langt á húmornum og gerir iðulega grín að aðstæðum sem fylgja veikindum sínum.

„Ég var á Ísafirði með vinkonu minni og var að fara í skíðalyftu þegar ég fann að það var eitthvað að en við ákváðum að fara aðra ferð. Í seinni ferðinni fann ég það sama en þá var það of seint og ég skutlaði mér úr lyftunni til að fólk slasaði sig ekki þegar ég félli niður.“

Er umhugað um aðra

„Vinkona mín skalf og nötraði eftir lyftuferðina á Ísafirði en mér fannst aðallega leiðinlegt að allir skyldu hafa séð mig í þessum aðstæðum,“ segir Mekkín.

En hvernig lýsir þetta sér? Verður hún ekki hrædd og fylgir þessu ekki mikill kvíði?

- Auglýsing-

„Ég hef ekki tíma í að vera hrædd þegar þetta er að gerast. Ég finn að hjartað byrjar að slá óreglulega og ég missi mátt í líkamanum og hryn niður. Síðan dett ég út í smá stund á meðan bjargráðurinn er að koma hjartanu í gang aftur. Ég verð mjög þreytt eftir þetta og er langan tíma að jafna mig og ná þreki aftur. Eftir hvert skipti tekur það mig lengri tíma að jafna mig. Líftími minn styttist í hvert skipti sem ég lendi í þessu – en læknar mínir segjast ekki vita hversu mikið – en það styttist.“

Viðtalið í heild sinni er að finna í helgarblaði DV.

Myndin er af Súðavík og tekin af Þórði Kristni Sigurðssyni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-