-Auglýsing-

Lagabreyting um líffæragjöf athuguð

Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra segir lagabreytingar í tengslum við líffæragjafir verða teknar til athugunar.
Í Fréttablaðinu í gær kom fram að talið er að þörf fyrir líffæragjafir eigi eftir að aukast á næstunni. Svokölluð líffærakort sem þeir sem myndu vilja að líffæri sín væru gefin gera takmarkað gagn. Þau hafa ekkert lagalegt gildi og ekki er haldið utan um skráninguna.

„Þetta er eitt af því sem er til skoðunar. Ég fagna því að þetta sé tekið til umfjöllunar því líffæragjöf, og álitamál í kringum hana, er ekki pólitískt álitamál heldur siðferðislegt mál sem þarf að ræða. Það skiptir máli að fólk líti inn á við og kynni sér þessi mál,” segir Guðlaugur.

-Auglýsing-

Runólfur Pálsson, yfirlæknir nýrnalækninga Landspítalans, segir mismunandi löggjafir um líffæragjafir í löndum. Víða sé svokallað ætlað samþykki við lýði, en þá er gengið út frá því að fólk vilji gefa líffæri sín nema annað hafi komið fram. Hér á landi er gengið út frá ætlaðri neitun. Runólfur kveðst helst kjósa að litið yrði til lagasetningar á Spáni þar sem ætlað samþykki er í tengslum við líffæragjafir en ávallt leitað til ættingja til frekari staðfestingar. Þar hafi almenningur einnig verið fræddur vel um álitamál í tengslum við líffæragjafir.

Guðlaugur segist enn ekki hafa markað sér stefnu í þessu máli en þau verði skoðuð vandlega.

Fréttablaðið 04.07.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-