-Auglýsing-

Læknar vilja friðhelgi á netinu

Læknar í Bandaríkjunum reyna í nú auknu mæli að berjast gegn því að sjúklingar birti umsagnir um þá á netinu. Hafa sumir þeirra jafnvel gripið til þess ráðs að krefjast þess af sjúklingum sínum að þeir undirriti yfirlýsingu um að þeir muni ekki tjá sig um þá eða meðferð þeirra á netinu.  

„Neytendur og sjúklinga þyrstir í hjálplegar upplýsingar um lækna en umsagnir á netinu virka þveröfugt,” segir taugaskurðlæknirinn Dr. Jeffrey Segal, sem stofnað hefur fyrirtækið Medical Justice til aðstoðar læknum sem vilja berjast gegn slíkum umsögnum.

Segir hann umsagnir á netinu oft minna mest á frásagnir götublaða, sem skeyti engu um sannleiksgildi eða áhrif umfjöllunarinnar.

Segal ráðleggur öllum læknum að fá sjúkling sína til að undirrita slíka yfirlýsingu en segist þó ekki vita til þess að sjúklingum hafi verið vísað frá hjá læknum sem þeir hafi leitað til áður, þó þeir hafi neitað að verða við slíku. Öðru máli gildi um nýja sjúklinga. 

Nokkrum stórum vefsíðum, sem sérstaklega fjalla um framkomu og árangur einstakra lækna, er haldið út  í Bandaríkjunum og er misjafnt eftir síðum hvort þess er krafist að umsagnir birtist undir réttu nafni eða ekki.

John Swapceinski, einn af stofnendum síðunnar RateMDs.com, segir nokkuð um að læknar biðji um að umsagnir um þá séu fjarlægðir á grundvelli yfirlýsingar sjúklinga. Forsvarsmenn síðunnar verði hins vegar ekki við slíkum beiðnum enda sé það stjórnarskrárbundinn réttur fólks að tjá sig um reynslu sína.

- Auglýsing-

www.mbl.is 04.03.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-