-Auglýsing-

Læknar hætta að taka vaktir á Neyðarbílnum eftir 15. janúar nk.

ÁKVÖRÐUN yfirstjórnar Landspítalans um að leggja niður læknismönnun á Neyðarbílnum um miðjan næsta mánuð kemur illa við umsjónardeildarlækni Neyðarbílsins. Hann óttast skerðingu þjónustu og segir lækna Neyðarbílsins alls ekki sætta sig við aðgerðir spítalans. Spítalinn og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sendu frá sér sameiginlega tilkynningu í gær, þar sem m.a. kemur fram að með mikilli fjölgun háskólamenntaðra bráðatækna sé breytingin möguleg án þess að bráðaþjónustan utan spítalans skerðist.

Bjarni Þór Eyvindsson, umsjónardeildarlæknir Neyðarbílsins, segir ekki hægt að bera saman lækni og bráðatækni. „Hins vegar hafa báðir kosti sem einmitt hafa nýst vel saman í þessari þjónustu. Þeirra þjálfun gengur meira út á að leysa verkefnið; handtökin, á meðan ákvarðanataka, greining og skipulagning á fyrstu meðferð er í höndum lækna. Með því að veita þeim aukna ábyrgð munu þeir vonandi nálgast okkar getu, en það má spyrja sig hvað verði í því millibilsástandi sem skapast.“

Bjarni segir einnig fjölmörgum spurningum ósvarað, s.s. um lyfjagjöf en bráðatæknar hafa takmarkað leyfi til að gefa sjúklingum lyf og mega ekki undir neinum kringumstæðum svæfa sjúkling. „Við neyðumst oft til að svæfa einstaklinga á staðnum, s.s. mjög slasaða einstaklinga til að auðvelda flutning þeirra úr mikið skemmdum bifreiðum.“

Í yfirlýsingu frá LSH og SHS segir að í tengslum við breytinguna verði reynt að styrkja samstarf spítalans og slökkviliðsins enn frekar.

Eftir Andra Karl

andri@mbl.is

- Auglýsing-

Morgunblaðið 13.12.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-