-Auglýsing-

Kúluvömbin óholl hjartanu

Vísindamenn hjá háskóla í Texas í Bandaríkjunum hafa varað við því að jafnvel þótt fólk sem með litla kúluvömb geti hún aukið hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum.

Fram kemur á fréttavef BBC að vísindamennirnir hafi komist að því að þeir sem séu breiðir um sig miðjan, óháð því hvort þeir séu með stórar eða litlar mjaðmir, eigi í hættu á því að þróa með sér hjartasjúkdóma, þ.e. breitt mittismál væri vísir að því.

-Auglýsing-

Þetta er sagt styðja aðrar rannsóknir sem sýnt hafa fram á að mittismál fólks, fremur en heildarþyngd fólks, sé lykilþáttur sem segi til um það hvort fólk mun þróa með sér hjartasjúkdóma eður ei.

Alls voru 2.744 einstaklingar rannsakaðir. Rannsóknin leiddi í ljós að ef mittismál kvenna mælist vera 81 cm, eða meira, og ef mittismál karla mælist vera 94 cm, eða meira, eigi viðkomandi einstaklingur í „aukinni“ hættu á því að þróa með sér hjarta- og æðasjúkdóma.

Rannsóknarniðurstöðurnar eru birtar í vísindaritinu Journal of the American College of Cardiology.

Vísindamennirnir rannsökuðu karla og konur sem höfðu áður gengist undir læknisrannsóknir þar sem kannað var hvort greina mætti fituhrörnun slagæða hjá því, en það er þegar slagæðar fólks þrengjast eða harðna er merki um að fólk sé að þróa með sér hjarta- og æðasjúkdóma.

- Auglýsing-

Hægt er að kynna sér rannsóknina nánar hér. 

www.mbl.is 14.08.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-