-Auglýsing-

Kuldi og snjór getur aukið líkur á hjartavandamálum

Kuldi og snjór getur aukið líkur á hjartavandamálum.
Kuldi , snjór og ófærð hafa verið megin þema þennan mánuðinn. En fallegt er það.

Það er óhætt að segja að vetur konungur hafi haldið innreið sína og útlit fyrir ansi köld áramót. Frost, snjór með ýmsum tilbrigðum, óþægindum og snjómokstri tekur í en svona veður getur óneitanlega verið fallegt.

Það er full ástæða fyrir fólk með hjartakvilla að stíga varlega til jarðar í svona tíðarfari og hafa í huga að snjómokstur er ekki góð hreyfing fyrir hjartafólk. Rannsóknir benda til þess að álag vegna snjómoksturs og áhrif kulda á hjarta og æðakerfi geti aukið líkur á hjartaáföllum.

-Auglýsing-

Ég er hjartabilaður og finn vel fyrir því hvað það verður erfiðara að komast um þegar allt er á kafi í snjó og ekki hjálpar kuldinn. Þó ég sé ekki mikið að moka snjó þá þarf ég að skafa bílinn og það tekur töluvert í þegar frostið er mikið. Ég verð móður, þarf að stoppa reglulega og þarf að passa vel upp á mig. Góður kuldafatnaður skiptir máli og það hjálpar að vera vel varinn gegn kuldanum. En á sama tíma og þetta er erfitt þá getur oft verið fallegt yfir að líta.

Hvað segja vísindin?

En kuldinn og frostið eiga sér skuggahlið. Í rannsókn sem gerð var í Bretlandi komust vísindamenn að því að kólnandi veður auki líkurnar á hjartaáfalli. Samkvæmt rannsókninni sem var birt í tímaritinu British Medical Journal komust vísindamenn að því að köld veðrátta hafi áhrif á líkurnar á því að fá hjartaáfall. Rannsóknin náði til 84 þúsund Breta. Rannsóknin leiddi í ljós að þegar hitastig lækkar um eina gráðu á celsíus aukast líkurnar á að fá hjartaáfall í sömu vikunni og hitalækkunin átti sér stað um tvö prósent. Tvö prósent er ekki há tala en samkvæmt rannsókninni var eldra fólk og þeir sem eru veilir fyrir hjarta sérstaklega viðkvæmir fyrir kólnandi veðri.

- Auglýsing-

Hækkaður blóðþrýstingur og æðar þrengjast

Vísindamennirnir sögðu jafnframt að fyrri rannsóknir hefðu sýnt að blóðþrýstingur hækkar þegar kólnar í veðri. Við lækkaðan líkamshita dragast æðar saman til að halda hita í kjarna líkamans. Þessi æðasamdráttur veldur hækkun á blóðþrýstingi sem getur valdið auknu álagi á hjartað. Samhliða þessu aukast líkur á myndun blóðtappa vegna áhrifa kulda á storkukerfi blóðsins. Blóðið þykknar og hjartað þarf að hafa meira fyrir því að dæla um kroppinn og var talið að það gæti verið skýringin á niðurstöðum rannsóknarinnar. Í rannsókninni var tekið tillit til þátta eins og áhrifa frá loftmengun, sjúkrasögu sjúklinga og langtíma veðrabreytinga.

Snjómokstur og álag á hjartað

Snjómokstur er áreynsla sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir hjartað og sérstaklega hjá þeim sem þegar eru með undirliggjandi hjartasjúkdóm. Margir vanmeta álag á líkamann þegar verið er að moka snjó. Snjómokstur felur í sér snöggar og stundum áreynslumiklar hreyfingar sem hækka hjartsláttartíðni og blóðþrýsting skyndilega.

Í rannsókn sem birtist í Circulation kom í ljós að hjartsláttur getur hækkað um allt að 85% af hámarksgetu við snjómokstur sem jafngildir því að fara sprett á hlaupabretti á fullum afköstum. Þetta getur verið ástæða þess að snjómokstur stuðlar að aukningu hjartaáfalla í kuldatíð.

Hverjir eru í mestri hættu?

Hættan á hjartaáföllum í kuldatíð fer eftir nokkrum þáttum. Þeir sem eru þegar með greindan hjarta og æðsjúkdóm, hafa háan blóðþrýsting, sykursýki, hátt kólesteról eða sögu um hjartaáföll eru í meiri hættu. Auk þess getur aldur spilað stórt hlutverk en eldri einstaklingar eru viðkvæmari fyrir áhrifum kulda og áreynslu.

Ráð til að draga úr áhættu

  1. Forðastu snjómokstur ef þú ert áhættuhópi. Ef þú ert í aukinni hættu á að fá hjartaáfall áttu að leita annarra leiða til að hreinsa snjóinn svo sem að nota snjóblásara eða þiggja aðstoð.
  2. Hitaðu líkamann upp. Byrjaðu á léttum æfingum til að hita líkamann og hjartað áður en þú tekst á við snjómokstur.
  3. Notaðu réttu tækin. Auðveldara er að nota snjósköfu ef mögulegt og beita hægum hreyfingum. Ef þú notar skóflu mokaðu þá í litlum skömmtum í einu og taktu regluleg hlé.
  4. Klæddu þig vel. Vandaður og hlýr klæðnaður getur hjálpað við að halda hita og lágmarka áhrif kuldans á hjartað.

Högum okkur og klæðum eftir aðstæðum

Það eru engin ný sannindi að við getum ekki stjórnað veðrinu og allra síst hér á Íslandi en við getum reynt að verja okkur gegn kuldanum eftir fremsta megni með því að klæða okkur vel þannig að við getum með góðu móti verið utandyra án þess að verða kalt.

Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir þá sem eru komnir yfir miðjan aldur og eru jafnvel með undirliggjandi hjartakvilla. Auk þess er rétt að minna á að ef þér líður ekki vel við þessar aðstæður haltu þig innandyra. Lærðu að þekkja merkin því Það er engin ástæða til að taka óþarfa áhættu við þessar aðstæður. Förum varlega og hlustum á hjartað.

Verum góð við hvort annað og njótum.

Björn Ófeigs.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-