-Auglýsing-

Konur og kransæðasjúkdómur

15171034_10153817107041307_3240377641175555727_nKransæðabókin sem gefin var út fyrir nokkrum misserum er hafsjór af fróðleik. Þar kemur meðal annars fram að einkenni kvenna sem fá kransæðasjúkdóm eru oft frábrugðin þeim hjá körlum og ódæmigerð.

Greining getur því verið snúnari hjá konum en körlum. Þótt kransæðasjúkdómur sé algengari meðal karla en kvenna, er stöðug hjartaöng (brjóstverkur) algengara fyrsta einkenni kransæðasjúkdóms meðal kvenna.

Kransæðasjúkdómur gerir auk þess vart við sig áratug síðar hjá konum en körlum, og tengist verndandi áhrifum kvenhormóna þegar þær eru á frjósemisskeiði. Ekki er þó ávinningur af uppbótarmeðferð með þessum hormónum við tíðahvörf. Rannsóknir hafa þvert á móti sýnt fram á að tíðni kransæðastíflu, heilablóðfalla, bláæðasega og brjóstakrabbameins var aukin í meðferðarhópnum.

Östrógen í blóði er lægra hjá konum með sykursýki og áhætta þeirra að fá kransæðastíflu er svipuð því sem sést hjá körlum á sama aldri. Meðgöngueitrun, háþrýstingur og sykursýki á meðgöngu eru sérstakir áhættuþættir kransæðasjúkdóms hjá konum sem hafa sömu áhættuþætti og karlar. Þó eru háþrýstingur sykursýki, kyrrseta, þríglýseríðar og reykingar hlutfallslega sterkari áhættuþættir hjá konum en körlum

Konur með kransæðasjúkdóm hafa oft önnur einkenni en karlar. Rannsóknir sýna þó að flestar konur fá einhverskonar brjóstverk í tengslum við kransæðastíflu. Verknum er hinsvegar oft lýst sem stingandi og stendur hann skemur en hjá körlum, leiðir oftar niður í kvið, upp í kjálka eða aftur í bak. Einnig getur borið á meltingarónotum, ógleði, uppköstum og hjartsláttartruflunum. Loks virðist sem konur fremur en karlar lýsi andþynglsum eða mæði í stað verks.

Dánartíðni hjá konum eftir hjartadrep er hærri en hjá körlum, en konur fá hjartadrep 15 árum seinna samkvæmt því sem fram kemur í Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar. Sömuleiðis er dánartíðni hjá konum hærri en körlum eftir kransæðavíkkun og kransæðahjáveituaðgerð, sem ekki skýrist eingöngu af því að þær eru að jafnaði 3-5 árum eldri en karlar þegar meðferðin er veitt.

- Auglýsing-

Kaflan í heild sinni er að finna í Kransæðabókinni.

P.S. Munið eftir að læka við okkur á Facebook 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-