-Auglýsing-

Kostnaður vegna hjarta- og æðasjúkdóma 169 milljónir evra á ári í Evrópu

Til að vekja athygli á og mæta hratt vaxandi vandamálum tengdum hjarta- og æðasjúkdómum sem eru algengasta dánarorsök karla og kvenna í Evrópu og valda nærri helmingi allra dauðsfalla var Evrópska stefnuskráin umheilbrigði hjartans sett saman. Kostnaður innan Evrópu vegna hjarta- og æðasjúkdóma er 169 milljónir evra á ári, samkvæmt Hjartavernd.

Í tilkynningu frá Hjartavernd kemur fram að hvert mannsbarn sem fætt er á nýju árþúsundi hefur rétt til þess að lifa til að minnsta kosti 65 ára aldurs án þess að fá hjarta- og æðasjúkdóm sem hægt er að koma í veg fyrir.

„Það er því mjög brýnt að taka höndum saman og koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll, örorku og skert lífsgæði vegna þessa vágests. Þó mikið hafi unnist á síðustu áratugum er baráttunni langt frá því að vera lokið enda hefur tíðni þeirra sem eru með þennan sjúkdóm aukist.

Evrópska stefnuskráin um heilbrigði hjartans er árangur náinnar og langvinnar samvinnu Evrópusamtaka Hjartaverndarfélaga (European Heart Network) og Evrópska hjartasjúkdómafélagsins (European Society of Cardiology) með stuðningi Evrópusambandsins (ESB) og Evrópusvæðis Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO).

Hjartavernd og Hjartasjúkdómafélag íslenskra lækna eru af Íslands hálfu aðilar stefnuskrárinnar og munu vinna sameiginlega að því framfylgja markmiðum hennar í samráði við íslensk heilbrigðisyfirvöld og alla þá sem láta sig málið varða.

Með stefnuskránni er lögð áhersla á að yfirvöld, heilbrigðisstéttir, fagfélög og almenningur taki höndum saman og vinni að því að minnka byrði samfélagsins vegna hjarta- og æðasjúkdóma. Á Íslandi verður lögð sérstök áhersla á kransæðasjúkdóma í konum og mat á áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum,” að því er fram kemur í tilkynningu.

- Auglýsing-

Í dag verður haldinn blaðamannafundur hjá Hjartavernd þar sem stefnuskráin er kynnt.

www.mbl.is 16.08.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-