-Auglýsing-

Evrópska stefnuskráin um heilbrigði hjartans kynnt

JOHN Martin, prófessor og forsvarsmaður rannsóknarstofnunar um hjarta- og æðasjúkdóma við Lundúnaháskóla, kynnti Evrópsku stefnuskrána um heilbrigði hjartans hjá Hjartanefnd í fyrradag.

Evrópska stefnuskráin um heilbrigði hjartans var sett saman til að vekja athygli á og mæta hratt vaxandi vandamálum sem tengjast hjarta- og æðasjúkdómum, sem valda nærri helmingi allra dauðsfalla í Evrópu. John Martin er einn aðalhvatamaður stefnuskrárinnar og leiðandi í rannsóknum á hjarta- og æðasjúkdómum á sviði grunn- og klínískra rannsókna og í stefnumótun forvarna gegn þeim sjúkdómum.

Stefnuskráin er árangur náinnar og langvinnar samvinnu Evrópusamtaka hjartaverndarfélaga og Evrópska hjartasjúkdómafélagsins með stuðningi Evrópusambandsins og Evrópusvæðis Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Hjartavernd og Hjartasjúkdómafélag íslenskra lækna eru fulltrúar Íslands og vinna að því að framfylgja markmiðum stefnuskrárinnar í samráði við íslensk heilbrigðisyfirvöld, en hérlendis verður lögð sérstök áhersla á kransæðasjúkdóma í konum við mat á áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum.

Morgunblaðið 18.08.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-