-Auglýsing-

Konur fræddust um hjörtu á konudaginn

HJARTAVERND nýtti konudaginn til að halda GoRed hátíð í Reykjavík og á Akureyri. GoRed er alheimsátak á vegum Alþjóðahjartasambandsins og er verndari átaksins hér á landi Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrum heilbrigðisráðherra.

GoRed átakinu er ætlað að gera konur meðvitaðri um hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum og í Háskóla Íslands sóttu yfir 400 konur GoRed hátíðina og hlýddu á erindi Axels F. Sigurðssonar, hjartalæknis, og Vilborgar Sigurðardóttur, hjartalæknis og formanns GoRed á Íslandi. Þar komu fram nokkuð sláandi tölur um háa dánartíðni kvenna í Evrópu af völdum hjarta- og æðasjúkdóma. Nær jafnmargir karlar og konur deyja af völdum kransæðastíflu, en mun fleiri konur, eða 17%, deyja vegna heilablóðfalls. 11% karla deyja af sama sjúkdómi.

Í máli Axels kom fram að þótt hjarta- og æðasjúkdómar séu algengari hjá körlum en konum í yngri aldursflokkum, snýst dæmið við á efri árum. Konur þurfa því að huga betur að forvörnum og heilbrigðum lífsstíl. Helstu áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma hjá konum, eru reykingar, sykursýki, blóðfituröskun, ofþyngd, kyrrsetulíf og streita.

Eftir Ingibjörgu Rósu Björnsdóttur

ingibjorgrosa@mbl.is

Morgunblaðið 22.02.2010

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-